
Netasmiðja
Föstudaginn 2. maí kl. 16:00 verður haldin netasmiðja - ætlað er að gera fjölnota poka úr afgangsneti frá Hampiðjunni.
Netasmiðja
Þegar kemur að sjálfbærni og nýtingu getur verið gott að líta sér nær. Og hvað er nær okkur heldur en sjávarútvegurinn?
Í samstarfi við Hampiðjuna höfum við fengið allskonar afganga af neti sem annars hefði verið fargað.
Netin eru frábært efniviður í ýmis verkefni en í smiðjunni ætlum við að gera fjölnota netapoka sem koma mjög skemmtilega út, enda úr sterku efni sem endist vel. Netanálar, band og auðvitað netin sjálf verða á staðnum. Endilega kíkið við og gerið ykkar eigin netapoka!
Einnig eigum við nóg af neti fyrir allskonar verkefni svo það er um að gera að leyfa ímyndunaraflinu að ráða för. Ef þið ætlið að nýta efnið í annað en poka þá væri ágætt að mæta undirbúin og með málin á verkefninu u.þ.b. á hreinu.
Verið velkomin í netasmiðju!
—------------------------------------
Viðburðurinn er haldinn í tilefni af Viku 17, alþjóðlegri viku Heimsmarkmiðanna á bókasöfnum. Í tilefni vikunnar verða ýmsir viðburðir tengdir Heimsmarkmiðunum á dagskrá Bókasafnsins Ísafirði.
Nánari upplýsingar um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna má finna á www.heimsmarkmidin.is