Millilandaskipið Sirius

UpprunanúmerAÓ16
LýsingGufuskipið Sirius við bryggju á Ísafirði.
Athugasemdir

Birgir Þórisson (4/2 2019): „Gufuskipið SIRIUS var millilandaskip B.D.S (Bergenske Dampskibsselskab). B.D.S hóf siglingar til Íslands frá Björgvin, með viðkomu í Færeyjum, til Austfjarða og þaðan norður um til Reykjavíkur 1909 þegar siglingar Wathnes-erfingja lögðust af. SIRIUS sá um siglingar þess frá 1921-23. Sirius var frekar gamalt skip og þótti aðbúnaður farþega ekki nógu góður. Má nánar sjá um skipið hér. https://no.wikipedia.org/wiki/DS_«Sirius» Norðmenn segja skipið hafa verið í förum til 1925, en ég hygg það rangt. MERCUR hafi komið í staðinn 1924. Það var einnig gamalt skip og „Bergenska“ setti ný og betri skip (LYRA og NOVA) í ferðirnar í staðinn 1925.“

Tímabil1930-1940
LjósmyndariSkúli Skúlason
GefandiAlda Ólafsdóttir
Senda safninu upplýsingar um myndina