Báturinn Bragi

Upprunanúmer | AÓ18 |
---|---|
Lýsing | Báturinn Bragi við Edinborgarbryggju á Ísafirði. |
Athugasemdir | Birgir Þórisson (4/2 2019):„Þetta er mynd af Djúpbátnum BRAGA, áður fiskibátnum BRAGA ÍS 415. (Skip til annara nota en fiskveiða höfðu ekki fiskveiðanúmer.) Bátinn vantar í Íslensk skip. Helstu upplýsingar um hann eru; Blaðið Vestri á Ísafirði segir frá komu hans 14.06. 1917. Bragi var smíðaður í Færeyjum 1917 fyrir Sigurð H Þorsteinsson múrara á Ísafirði, Arngrím F. Bjarnason prentara sama stað, Odd Guðmundsson, Bolungarvík, og séra Ásgeir í Hvammi (Ásgeirsson). Báturinn var 47 brl. og var þá stærsti vélbátur Ísfirðinga. Báturinn þótti góður, en útgerðin gekk illa, og 1920 keypti hf. Djúpbáturinn BRAGA af Landsbankanum. Hann var svo í ferðum við Djúp uns hann strandaði á „Völlunum“ (Eyrarhlíð) í febrúar 1925 og eyðilagðist. Þar sem ekkert skráningarnúmer er bátnum á myndinni er hún tekin á Djúpbátsárunum.“ |
Tímabil | 1920-1930 |
Ljósmyndari | Skúli Skúlason |
Gefandi | Alda Ólafsdóttir |
Senda safninu upplýsingar um myndina |