þriðjudagur 06. september 2016 | kl. 01:56:54 | Bókasafnið Ísafirði

Bókasafnsdagurinn 2016

Nk. fimmtudag 8. september höldum við upp á hinn árlega Bókasafnsdag. Það er Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða, sem gengst fyrir þessum viðburði í samvinnu við bókasöfn landsins.

Í tilefni af Bókasafnsdeginum bjóðum við upp á: 

  • 1 fría DVD kvikmynd  fyrir alla sem fá lánaðar bækur.
  • Sektarlausan dag.
  •  „Leynibækur“ – þorirðu?
  • Bókamerki dagsins.

Ávallt er búið til sérstakt þema fyrir Bókasafnsdaginn og í ár er það ljóð. Því verða ljóð og ljóðabækur vel sýnilegar hjá okkur þennan dag.

Opið kl 13-18.  Heitt á könnunni.

Verið velkomin,  hlökkum til að sjá ykkur!