Viltu halda sýningu?

Salur Listasafns Ísafjarðar í Safnahúsinu er lánaður til sýningarhalds án endurgjalds. 

Umsóknir um sýningar skulu berast í síðasta lagi 1. september á hvert fyrir sýningu árið eftir. Umsóknir sendist á listasafn@isafjordur.is. Stjórn safnsins tekur afstöðu til umsókna fyrir 1. nóvember. 

Tímabilin frá miðjum júní - til loka ágúst og frá miðjum nóvember - 6. janúar er salurinn í notkun á vegum Safnahússins.

Hvert sýningartímabil með undirbúningstíma er að jafnaði um 4 vikur.  Undirbúningstími hefst á þriðjudegi, en sýningaropnun er á laugardegi. Síðasti dagur sýningar er sunnudagur, en niðurtöku sýningar og frágangi skal lokið á mánudegi fyrir kl. 18. 

Allar framkvæmdir vegna uppsetningar á sýningum í húsinu séu í samráði við starfsfólk Listasafns. Sýnendum ber að ganga vel um húsið og skila sýningarsal þannig að sýningu lokinni, að hann beri engin ummerki sýninga. 

Sýningaropnun er í boði hússins / safnsins en án vínveitinga.  Annan  kostnað vegna sýninga greiða sýnendur.

Safnahúsið áskilur sér rétt til að vera með fyrirlestra í salnum á sýningartíma.

Mögulegt er að nýta ganga hússins til sýningahalds, hvort heldur er í samhengi við sýningu í salnum eða sérstakar sýningar.

Húsið er opið kl. 12 – 18 virka daga og kl. 13 – 16 laugardaga. Aðgangur að húsinu og sýningum þar er ókeypis.

Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn safnsins í síma 450 8228. Hægt er að senda fyrirspurnir á listasafn@isafjordur.is