Sólveig Guðmundsdóttir og Margrét Egilsdóttir

UpprunanúmerBP5_1891134
LýsingMynd af 2 konum.
Athugasemdir

Sólveig Guðmundsdóttir og Margrét Egilsdóttir, Ísafirði. Sólveig Guðrún Guðmundsdóttir var fædd í Otradalsssókn Barðastrandarsýslu 1. maí 1873. Foreldrar hennar voru Guðmundur Sturluson bóndi að Fossi í Fossfirði og Jónína Kristjánsdóttir bústýra hans. Sólveig starfaði sem hjúkunarkona og ljósmóðir, og var eiginmaður hennar Halldór Hjálmarsson. Hún lést 31. desember 1943. Margrét Egilsdóttir var fædd í Reykjavík 5. júlí 1875 og lést 23 júlí 1932. Foreldrar hennar voru Egill Gunnlaugsson og Dagbjört Sveinsdóttir. Sólveig og Margrét bjuggu báðar hjá Árna Sveinssyni kaupmanni á Ísafirði þegar myndin var tekin í maí 1891.

Tímabil1891-1891
LjósmyndariBjörn Pálsson
Senda safninu upplýsingar um myndina