Pálína Árnadóttir Strandseljum

Upprunanúmer | BP8_1891136 |
---|---|
Lýsing | Mynd af konu. |
Athugasemdir | Pálína Árnadóttir, Strandseljum. Pálína fæddist í Hænuvík í Sauðlauksdalssókn 3. október 1866, hún lést 31. desember 1924. Foreldrar hennar voru Árni Pálsson(1822-1876), bóndi í Hænuvík og kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir(1828-1883). Pálína var ung send sem sveitarómagi að Bæ í Bæjarsókn. Árið 1891 þegar myndin er tekin er Pálína vinnukona að Strandseljum í Ögurhreppi. Hún giftist Skarphéðni Hinrik Elíassyni og bjuggu þau að Efstadal og síðar á Gunnarseyri í Ögursókn. |
Tímabil | 1891-1891 |
Ljósmyndari | Björn Pálsson |
Senda safninu upplýsingar um myndina |