Jónína Kristjánsdóttir

Upprunanúmer | BP25_1891146 |
---|---|
Lýsing | Mynd af konu. |
Athugasemdir | Jónína Kristjánsdóttir, f. 18. október 1841, d. 24. ágúst 1930. Móðir: Guðrún Jónsdóttir. Faðerni Jónínu er vafamál. Skv. kirkjubókum lýsti móðir hennar Sölva Sveinsson bónda að Kirkjubóli sem föður Jónínu. Í fyrstu þrætti hann ekki fyrir faðernið en gerði svo síðar. Þá var Þorkell Andrésson lýstur faðir Jónínu og svo maður að nafni Kristján, föðurnafn hans ókunnt. Í Íslendingabók (islendingabok.is) er Jónína skráð sem dóttir Sölva Sveinssonar, þó föðurnafn hennar sé Kristjánsdóttir. Jónína var bústýra og vinnukona á ýmsum bæjum í Eyrarsókn, Ísafjarðarsýslu. Í manntalinu 1890, árið áður en þessi mynd var tekin, gegndi hún starfi bústýru hjá Jens Ólafssyni sjómanni á Ísafirði. Hún lést á gamalmennahælinu á Ísafirði árið 1930, þá 89 ára. |
Tímabil | 1891-1891 |
Ljósmyndari | Björn Pálsson |
Senda safninu upplýsingar um myndina |