Frú S. Ásmundsson & Frk. Kr. Hallgrímsson

Upprunanúmer | BP30_1891150 |
---|---|
Lýsing | Mynd af 2 konum. |
Athugasemdir | Lovísa Pálína Ásmundsson Hall og fröken Kristín Hallgrímssen. Lovísa Pálína Hall fæddist í Reykjavík 14. desember 1859, en dánardagur hennar er ókunnur. Vitað er að hún bjó að Marargöt Reykjavík árið 1934. Foreldrar Lovísu voru Rasmus Peter Hall og kona hans og Anna Margrét Norgaard Hall. Lovísa er ýmist nefnd Louise, Louisa eða Lúvísa í manntölum. Hún giftist Óla F. Ásmundssyni verslunarstjóra á Ísafirði, en hann lést árið 1902. Lovísa bjó með ættingum eftir það og fluttist til Reykjavíkur, svo til Patreksfjarðar, þar sem hennar er getið í manntali 1920, og svo aftur til Reykjavíkur um 1930. Kristín Hallgrímssen, eða Kristín Helga Sveinbjarnardóttir, var fædd í Reykjavík 15. ágúst 1854 og lést 9. janúar 1930. Hún var dóttir Sveinbjörns Hallgrímssonar prests í Reykjavík og Margrétar Narfadóttur konu hans. Kristín giftist Kjartani Einarssyni presti á Holti undir Eyjafjöllum árið 1901, en hann var ekkjumaður. Hún bjó að Holti með manni sínum uns hann lést árið 1913 og var svo í Reykjavík síðustu æviárin. |
Tímabil | 1891-1891 |
Ljósmyndari | Björn Pálsson |
Senda safninu upplýsingar um myndina |