Þorbjörg Ásmundsdóttir

UpprunanúmerBP43_1891156
LýsingMynd af konu.
Athugasemdir

Þorbjörg Ágústa Ásmundsdóttir Hertervig. Fædd á Ísafirði árið 1867, en upplýsingar um dánardag finnast ekki. Foreldrar: Ásmundur Sigurðsson beykir á Ísafirði og kona hans Sigríður Jónsdóttir. Þorbjörg giftist Casper Hertervig, kaupmanni og gosdrykkjaframleiðanda árið 1899. Áttu þau son og dóttur, en sonurinn lést ungur árið 1907. Dóttir þeirra hét María Sigríður Elín Hertervig sem bjó á Ísafirði og lést árið 1942. Casper átti fyrir soninn Óla Jakob Hertervig (1899-1977) sem var bæjarstjóri á Siglufirði á 5. áratug 20. aldar. Þorbjörg og Casper bjuggu í Reykjavík fyrst eftir að þau giftu sig, en fyrirtæki hans varð gjaldþrota árið 1905. Fluttu þau þá til Ísafjarðar og svo til Stavanger í Noregi um 1909-1910. Casper lést árið 1921.

Tímabil1891-1891
LjósmyndariBjörn Pálsson
Senda safninu upplýsingar um myndina