Guðrún Eggertsdóttir

UpprunanúmerBP49_1891159
LýsingMynd af konu.
Athugasemdir

F. 5. ágúst 1865, d. 29. júlí 1954. Foreldrar: Eggert Bjarnason og Sigríður Jónsdóttir. Guðrún var vinnukona víða á Vestfjörðum, m.a. í Skálavík innri, á Ísafirði og á Flateyri. Á Ísafirði var hún vinnukona í Árnahúsi hjá Árna Árnasyni verslunarþjóni árið 1890 þegar myndin er tekin. Hún bjó í æsku í Reykhólasókn og fermdist þar árið 1880. Hún var ráðsðkona skv. manntali 1910 hjá bróður sínum Þorleifi Eggertssyni á Hafrafelli í Reykhólasókn. Í manntali 1920 er hún skráð sem ráðskona hjá hinum bróður sínum, Bjarna Eggertssyni að Hyrningsstöðum í Reykhólasókn. Guðrún fluttist síðar til Reykjavíkur þar sem hún lést árið 1954, þá 89 ára. Hun var ógift og barnlaus.

Tímabil1891-1891
LjósmyndariBjörn Pálsson
Senda safninu upplýsingar um myndina