Guðrún Backmann

UpprunanúmerBP59_1891163
LýsingMynd af konu með barn.
Athugasemdir

Guðrún Bachmann og Annika Sandholt Jensdóttir. Guðrún Bachmann: Einnig skráð undir eftirfarandi nöfnum: Guðrún Jónsdóttir, María Guðrún Jónsdóttir, Guðrún María Jónsdóttir, Guðrún Bachmann, María Guðrún Bachmann. Gekk oftast undir seinna nafni sínu, Guðrún. Fædd María Guðrún Jónsdóttir, 21. mars 1849, látin 18. maí 1927. Foreldrar: Jón Guðmundsson bóndi í Elliðaey og kona hans Gunnhildur Hansdóttir. Guðrún átti dótturina Auróru Bachmann með Gunnari Melchjörssyni Bachmann árið 1974. Þau gengu í hjónaband á Þingeyri árið 1880, en höfðu áður flust til Þingeyrar frá Helgafellssókn. Gunnar starfaði við verslunarstörf og var einnig snikkari. Þau fluttust til Ísafjarðar árið 1888, en fluttu svo til Patreksfjarðar árið 1894, en sama ár lést Gunnar. Guðrún bjó hjá Auróru dóttur sinni á Vatneyri við Patreksfjörð frá láti Gunnars og þar til hún lést árið 1927. Fóstursonur Guðrúnar og Gunnars hét Melchjör Ólafsson sem var síðar skipstjóri í San Francisco. Annika Sandholt Jensdóttir fæddist á Ísafirði 11. september 1888 og lést 19. mars 1927. Foreldrar: Jens Egilsson Sandholt verslunarmaður á Ísafirði og Jónína Þorgerður Biering Sandholt. Eiginmaður: Páll Eggert Ólason doktor og prófessor í sagnfræði. Annika lést á Vífilsstöðum eftir langvinn veikindi árið 1927 og ólust börn hennar upp hjá ömmum sínum eftir dauða hennar. Fjölskyldur Anniku og Guðrúnar voru nágrannar á Ísafirði skv. manntali 1890 og hafa líklega verið náin vinatengsl þar á milli.

Tímabil1891-1891
LjósmyndariBjörn Pálsson
Senda safninu upplýsingar um myndina