Kristjana Guðmundsdóttir með börnum

Upprunanúmer | BP65_1891167 |
---|---|
Lýsing | Mynd af konu með börnum. |
Athugasemdir | Kristjana Guðmundusdóttir, ekkja á Ísafirði með börnum, líklega börnum sínum þrem, þeim Kristínu, Aðalbirni og Aðalheiði Guðmundusbörnum. Fjórða barnið er líklega Annika Sandholt Jensdóttir sbr. myndir BP-1891-59 og 60. Kristjana fæddist árið 1853 að Sæbóli á Ingjaldssandi og lést á Ísafirði árið 1941. Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson og Elínborg Jónsdóttir. Kristjana giftist Guðmundi Ebenezerssyni og áttu þau átta börn. Guðmundur fórst með þiljubátnum Olavíu, sem sökk árið 1889. Af átta börnum missti Kristjana fimm þeirra á barnsaldri. Kristín Ingibjörg Guðmundsdóttir fædd að Sæbóli 1878, lést 1899. Aðalbjörn Guðmundsson, fæddur 1879, fluttist til Kanada á fullorðinsárum. Aðalheiður Guðmundsdóttir, fædd 1888, giftist Guðmundi Björnssyni kaupmanni á Ísafirði. Annika Sandholt Jensdóttir fæddist á Ísafirði 11. september 1888 og lést 19. mars 1927. Foreldrar: Jens Egilsson Sandholt verslunarmaður á Ísafirði og Jónína Þorgerður Biering Sandholt. Eiginmaður: Páll Eggert Ólason doktor og prófessor í sagnfræði. Annika lést á Vífilsstöðum eftir langvinn veikindi árið 1927 og ólust börn hennar upp hjá ömmum sínum eftir dauða hennar. |
Tímabil | 1891-1891 |
Ljósmyndari | Björn Pálsson |
Senda safninu upplýsingar um myndina |