Jónína Jónsdóttir, eiginkona G. Guðmundssonar og börn þeirra

Upprunanúmer | BP66_1891168 |
---|---|
Lýsing | Mynd af konu með börnum. |
Athugasemdir | Jónína Jónsdóttir og synir hennar, Guðjón Guðmundsson og Halldór Sigurjón Guðmundsson. Fæðingarár Jónínu er á reiki í heimildum en líklegt er að hún hafi fæðst árið 1854 á Sæbóli á Ingjaldssandi. Jónína er oft skráð sem Jónína Guðrún Jónsdóttir eða Guðrún Jónína Jónsdóttir. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi og hreppstjóri á Sæbóli á Ingjaldssandi og kona hans Ragnheiður Halldórsdóttir. Jónína giftist Guðmundi Guðmundssyni(f. 1847, d. 1913), einnig frá Sæbóli, og eignuðust þau tvo syni, þá Guðjón og Halldór sem eru með henni hér á myndinni. Jónína lést árið 1894 á Ísafirði. Guðmundur eiginmaður hennar drukknaði árið 1913 þegar róðrarbátur frá Ísafirði fórst með 2 öðrum mönnum þann 29. september 1913. Guðjón Guðmundsson fæddist árið 1882 og lést árið 1905. Hann bjó hjá föður sínum og föðursystur, Kristjönu Guðmundsdóttur, eftir lát Jónínu móður sinnar. Hann fórst með 5 öðrum þegar fiskibátur sökk í Ísafjarðardjúpi þann 22. mars 1905. Guðjón var ókvæntur. Halldór Sigurjón Guðmundsson fæddist árið 1888 á Ísafirði. Hann fluttist að Hrauni í Sæbólssókn til Sigríðar Jónsdóttur móðursystur sinnar og Eiríks eiginmanns hennar eftir lát Jónínu móður hans. Þar bjó hann til ársins 1905 þegar hann fluttist aftur til Ísafjarðar. Halldór starfaði sem sjómaður á Ísafirði til ca. 1921 og flutti þá til Ameríku. Ekki finnast upplýsingar um hann þar eða hvenær hann lést. Til er mynd af þeim bræðrum með föður þeirra, Guðmundi árið 1895, líklega þegar Guðjón, sá eldri, fermist. |
Tímabil | 1891-1891 |
Ljósmyndari | Björn Pálsson |
Senda safninu upplýsingar um myndina |