Sólborg Helgadóttir

Upprunanúmer | BP68_1891169 |
---|---|
Lýsing | Mynd af konu. |
Athugasemdir | Sólborg Helgadóttir, Ísafirði. Sólborg fæddist árið 1874 að Hvallátrum í Breiðavíkursókn og lést árið 1950 Nefnd í manntali 1910 Þórborg Helgadóttir og í manntali 1920 Sólborg Hallvarðsdóttir. Foreldrar: Helgi Eiríksson (f. 1844, d. 1879) og Sigríður Sigurðardóttir (f. 1852-1918 skv. ábúendatali Trausta Ólafssonar fyrir Rauðsandshrepp). Eiginmaður: Ari Hallvarðsson, trésmiður f. 1858, d. 1911. Dóttir þeirra hét Sigríður Helga Hallvarðsson Aradóttir, f. 1901. d. 1962. Faðir Sólborgar lést árið 1879 og fluttist Sólborg þá með móður sinni til Eyrarsóknar í Skutulsfirði og eru þær báðar skráðar í manntali 1880 í Jenshúsi á Ísafirði. Árið 1889 flutti Sólborg með móður sinni og seinni eiginmanni hennar, að nafni Benedikt Rögnvaldsson, frá Ísafirði til Þingeyjarsýslu. Þar eru þau þrjú skráð sem vinnufólk á Fremstafelli í Ljósavatnssókn í manntali 1890. Sólborg flutti aftur til Ísafjarðar árið 1891, en er þó skráð í Prestþjónustubók yfir innkomna í Eyrarhrepp sem Sólborg Sigurðardóttir, en þarna er án nokkurs vafa Sólborg Helgadóttir á ferð. Sólborg flutti til Kaupmannahafnar árið 1896 og giftist Ara Hallvarðssyni snikkara. Hvorugt þeirra finnst í manntali 1901 og voru þau líklega í Danmörku fram yfir aldamótin 1900. Þau bjuggu svo í Reykjavík skv. manntali 1910 og áttu þá eina dóttur. Ari lést árið 1911 og gerðist Sólborg vinnukona að honum látnum til að sjá fyrir sér og dóttur sinni. Sólborg lést árið 1950. |
Tímabil | 1891-1891 |
Ljósmyndari | Björn Pálsson |
Senda safninu upplýsingar um myndina |