Guðný Filippusdóttir

UpprunanúmerBP70_1891171
LýsingMynd af konu.
Athugasemdir

Guðný Ágústa Filippusdóttir var fædd á Ísafirði árið 1875. Hún var dóttir Filippusar Árnasonar skipstjóra og konu hans Sólveigar Soffíu Arngrímsdóttur. Guðný átti soninn Vilhjálm Pétursson Bjarnason árið 1896 með Pétri Bjarnasyni verslunarmanni, en þau voru ógift. Guðný lést úr berklum árið 1899 og bjó Vilhjálmur áfram hjá móðurforeldrum sínum og móðursystkinum þar til 1916. Þá fór hann til Danmerkur og finnast ekki frekari upplýsingar um hann þar, eða hvenær hann lést.

Tímabil1891-1891
LjósmyndariBjörn Pálsson
Senda safninu upplýsingar um myndina