Sigríður Jónsdóttir og dætur hennar Lára og Laufey

UpprunanúmerBP74_1891174
LýsingMynd af konu með börnum.
Athugasemdir

Sigríður Vilborg Jónsdóttir með dætur sínar Laufeyju og Láru Eðvarðsdætur. Sigríður fæddist í Reykjavík 1866 og lést árið 1945 á Ísafirði. Foreldrar hennar voru Jón Vigfússon f. 1829 d. 1868 og Ástríður Zakaríasdóttir f. 1830, d. 1912. Sigríður giftist Eðvarði Guðmundi Ásmundssyni (f. 1862 d. 1915) úrsmiði og verslunarmanni á Ísafirði árið 1902. Þau höfðu átt saman þær Laufeyju árið 1887 og Láru árið 1891. Laufey lést árið 1896, þá 9 ára. Sigríður og Eðvarð áttu 3 önnur börn, þau Guðrúnu Laufeyju f. 1903 d.1920, Jón Stefán f. 1904 d. 1933 og Sigríði f. 1909 d. 1930. Lára Eðvarðsdóttir fæddist eins og áður segir árið 1891 á Ísafirði og lifði móður sína ein systkinanna. Hún ólst að miklu leyti upp hjá föðursystur sinni, Þorbjörgu Ásmundsdóttur og manni hennar Casper Hertevig. Hún giftist Elíasi Jóni Pálssyni (f.1886, d. 1977) árið 1918 og áttu þau tvö fósturbörn. Lára lést árið 1971.

Tímabil1891-1891
LjósmyndariBjörn Pálsson
Senda safninu upplýsingar um myndina