Guðbjörg Jafetsdóttir með tvö börn

UpprunanúmerBP81_1891176
LýsingGuðbjörg Jafetsdóttir, vinnukona hjá hjónunum Skúla Thoroddsen sýslumanni og Theodóru Thoroddsen, með tvö börn þeirra hjóna.
Athugasemdir

Guðbjörg Jafetsdóttir með börnum Skúla og Theódóru Thoroddsen, þeim Unni og Guðmundi. Guðbjörg fæddist árið 1854 og vor foreldrar hennar Jafet Einarson Johnsen gullsmiður í Reykjavík (1805-1872) og eiginkona hans Þorbjörg Nikulásdóttir (1812-1883). Guðbjörg var vinnukona og ráðskona hjá Skúla Thoroddsen og Theódóru Thoroddsen. Hún flutti til þeirra eftir að þau giftust og var hjá þeim og börnum þeirra ævilangt. Bolli Thorodsen minntist Guðbjargar svo í minningargrein sem hann skrifaði í Morgunblaðið árið 1944: "Hún tók ástfóstri við okkur börnin, þrettán að tölu, og átti í okkur hvert bein, engu síður en foreldrarnir. Heimilinu varð hún stoð og stytta, í bliðu sem stríðu." Guðbjörg giftist ekki og átti engin börn, en hún lést í mars árið 1944 níræð að aldri. Unnur Thoroddsen, f. 20. ágúst 1885, d. 6. ágúst 1970. Var gift Halldóri G. Stefánssyni lækni. Guðmundur Thoroddsen f. 1. febrúar 1887, d. 6. júlí 1968. Yfirlæknir á Landspítalanum og rektor HÍ.

Tímabil1891-1891
LjósmyndariBjörn Pálsson
Senda safninu upplýsingar um myndina