Guðbjörg Eiríksdóttir, Vatnseyri

UpprunanúmerBP97_1891181
LýsingMynd af konu Einars Verts.
Athugasemdir

Guðbjörg Eiríksdóttir, Vatneyri. Foreldrar: Eiríkur Guðmundsson bóndi í Álfadal og Þórdís Þorsteinsdóttir eiginkona hans. Guðbjörg giftist Einari Magnússyni (1851-1933) vert á Vatneyri í Patreksfirði árið 1883. Þau áttu engin börn en ólu upp systurdóttur Guðbjargar, Maríu Guðbjörgu sem fæddist 1883 og varð móðurlaus nokkurra daga gömul ( sjá mynd BP-1891-93) . Guðbjörg lést á Vatneyri 26. ágúst 1893 aðeins 38 ára gömul og stendur í prestþjónustubók að banamein hennar hafi verið garnabólga.

Tímabil1891-1891
LjósmyndariBjörn Pálsson
Senda safninu upplýsingar um myndina