Martha Fischer

UpprunanúmerBP120_1891186
LýsingTökubarn Málfríðar Guðmundsdóttur.
Athugasemdir

Martha Fischer Strand, f. 10. mars 1888 á Ísafirði, d. 1967 í Danmörku. Faðir: Hans Otto Fischer, f. ágúst 1853 í Reykjavík, kaupmaður og skipahöndlari frá Leith í Skotlandi, burtfarinn frá Ísafirði 1889 til Noregs. Skráður ekkjumaður í manntölum á Íslandi (giftist 1876 Jessie Watt Johnson og eignaðist með henni fimm dætur en hún lést árið 1886). Móðir: Ingibjörg Hjálmarsdóttir, f. 21. maí 1858. Ráðskona á Ísafirði 1886 hjá Fischer. Var í Geitagili, Sauðlauksdalssókn, Barð. 1860. Var í Sellátranesi, Sauðlauksdalssókn, Barð. 1870. Fór til Skotlands 1889 og virðist alla tíð hafa búið í Greenock (lengi í húsi nr 17 við Kelly Street) þar sem hún lést árið 1937, sögð 74 ára. Í skrám er hún yfirleitt skráð Inga Hjalmarson. Árið 1892 komu systkini hennar til Skotlands, þau Dagbjartur Jón f. 1864 og Helga f. 1867. Fischer bjó einnig í Greenock en heimildir benda til þess að hann hafi flutt til dóttur sinnar í Bandaríkjunum árið 1903. Martha var sett í fóstur á heimili ekkjunnar Málfríðar Guðmundsdóttur og sonar hennar Jóns Brynjólfssonar sem giftur var Guðrúnu Pétursdóttur. Árið 1904 giftist Marta norskum manni að nafni Emil Strand (1874-1931). Þau bjuggu fyrst á Ísafirði en fluttu til Reykjavíkur 1907. Seinna fluttu þau til Danmerkur Börn þeirra Mörthu og Emils voru sjö talsins, en tvö þeirra létust í æsku.

Tímabil1891-1891
LjósmyndariBjörn Pálsson
Senda safninu upplýsingar um myndina