4 börn

Upprunanúmer | BP121_1891187 |
---|---|
Lýsing | Mynd af börnum Sigurðar Jóhannssonar og Solveigar Kristjánsdóttur. |
Athugasemdir | Börn Sigurðar Jóhannssonar (1850-1933) og Solveigar Kristjánsdóttur (1852-1921), Ísafirði. Sigurveig, f. 26. febrúar 1881 Ingibjörg f. 27. nóvember 1884, d. 8. september 1892. Jóhann f. 21. febrúar 1886 Solveig f. 9. desember 1890. Þau Sigurður og Solveig fluttu með börnin frá Ísafirði til Vesturheims árið 1892 og eru þeirra getið í Vesturfaraskrám og fóru þau með skipinu Lauru frá Reykjavík til Winnipeg 1892. Þau finnast svo í manntali í Kanada árið 1901 sem íbúar í Keewatin í Ontario í Kanada, en þá er sonurinn Jóhann eingöngu skráður með þeim. Í minningargrein um Sigurð eftir J. Magnús Bjarnason í Tímariti Þjóðræknisfélags Íslendinga segir segir svo: „Sigurður kvæntist þann 11. Nóvember 1880 og gekk að eiga Sólveigu Kristjánsdóttur, hálfsystur Hávarðar Sigurðssonar í Bolungarvík. Og sumarið 1892 fluttust þau vestur um haf og settust að í Winnipeg, voru þar í fjögur ár, og fluttust þaðan til Keewatin í Ontario, og þaðan fóru þau vestur á Kyrrahfasströnd árið 1908, voru fyrst á Point Eoberts, og svo í Vancouver, B.C. Og þar andaðist Sólveig þann 5. febrúar 1921. — Þau Sigurður og Sólveig eignuðust átta börn, og dóu tvö þeirra á Íslandi, en fimm í Canada. Eina barnið þeirra, sem er á lífi, þegar þetta er skrifað[1935-6], er Jóhann S. Jóhannson, sem á heima í New Westminster, B.C. Hann er kvæntur Auroru dóttur hins valinkunna og gáfaða merkismanns Guðmundar Anderson, sem dó í Vancouver, B.C., þann 27. des. 1934. — Þau Sigurður og Sólveig tóku stúlku til fósturs, eftir að þau komu vestur um haf. Hún heitir Kristbjörg og er dóttir Elíasar Elíassonar og Guðrúnar, dóttur Hávarðar hálfbróður Sólveigar. — Eftir að Sigurður varð ekkjumaður var hann um tíma hjá frændfólki sínu í Wynyard, og líka var hann um nokkurn tíma í Manitoba; en svo fór hann aftur vestur að hafi til sonar síns og tengdadóttur í New Westminster og dó þar þann 18. desember 1933, og var jarðsunginn af séra Albert E. Kristjánssyni. Sigurður Jóhannsson var mætur maður og gáfaður, og öllum var hlýtt til hans, sem nokkur kynni höfðu af honum. Og hann átti marga einlæga vini. Hann var lireinskilinn og dagfarsgóður, og ávalt glaður og hress og viðmótsþýður. Hann var lengstum heilsusterkur. Og hann mintist oft á það í bréfum sínum á síðari árum, hvað heilsa sín væri góð. Í bréfi, sem hann skrifaði mér í ágústmánaðarlok 1933 (síðasta árið, sem hann lifði), segir hann: „Það fyrsta, sem eg segi þér í fréttum, er það, að eg varð 83 ára þann 24. þessa mánaðar, og má eg segja að ellin fer snildarlega vel með mig. Ég er óbreyttur að heilsu, bæði andlega og líkamlega, og er það meiri gjöf en með orðum verði útmáluð.““ |
Tímabil | 1891-1891 |
Ljósmyndari | Björn Pálsson |
Senda safninu upplýsingar um myndina |