Ari og Ragnheiður Hallvarðsbörn

UpprunanúmerBP122_1891188
LýsingMynd af systkinum.
Athugasemdir

Systkinin Ari Hallvarðsson og Ragnheiður Hallvarðsdóttir árið 1891 á Ísafirði. Foreldrar Hallvarður Guðmundsson . 11.06.1824, d. 20.07.1887 bóndi að Börmum í Reykhólasókn, Barð. og eiginkona hans Rósa Guðmundsdóttir, f. 30.05.1820, d. 31.05.1873. Bæði fædd í Reykhólasókn, Barð. Fluttust bæði til Kaupmannahafnar fyrir árið 1900. Ragnheiður kom til Ísafjarðar frá Skerðingsstöðum Reykhólasveit árið 1891. Fór í kvennaskólann að Ytri-Ey 1897. Flutti til Kaupmannahafnar og starfaði þar sem saumakona. Frekari heimildir finnast ekki um Ragnheiði nema dánardagur hennar sem er skráður á Íslendingabók. Ari var snikkari og giftist Sólborgu Helgadóttur (1874-1950 - sjá mynd BP-1891-68) og bjuggu þau í Kaupmannahöfn og síðar í Reykjavík, en Ari lést þar árið 1911. Ari og Sólborg áttu eina dóttur sem hét Sigríður Helga Hallvarðsson Aradóttir, f. 1901. d. 1962.

Tímabil1891-1891
LjósmyndariBjörn Pálsson
Senda safninu upplýsingar um myndina