Ólöf Kristín Einarsdóttir

Upprunanúmer | BP123_1891189 |
---|---|
Lýsing | Mynd af konu. |
Athugasemdir | Ólöf Kristín Einarsdóttir, 1891. Foreldrar: Einar Magnússon (1835-1887) bóndi í Bjarneyjum og eiginkona hans Oddný Brandsdóttir (1834-1924) ljósmóðir. Ólöf var vinnukona á Rauðamýri, Nauteyrarhreppi árið 1890. Hún flutti til Ísafjarðar árið 1891, fór svo sem vinnukona að Görðum Í Aðalvík, Sléttuhreppi árið 1894. Þar trúlofaðist hún bóndasyninum á Görðum, Halldóri Dósóþeussyni, en hann fórst með þiljubátnum Birninum (í eigu Sigfúsar H. Bjarnasonar, Ísaf.) sumarið 1894. Hún giftist þá yngri bróður hans Bjarna Dósóþeussyni (1873-1952) í október 1895. Sonurinn Halldór Bjarnason fæddist þann 3. janúar 1896, en Ólöf lést nokkrum dögum síðar, eða þann 14. janúar. Halldór var settur í fóstur að Sæbóli Aðalvík hjá Maríasi Benónýssyni og Guðrúnu Sturludóttur. Halldór fórst með vélbátnum Raski (í eigu Jóhanns J. Eyfirðings & co, Ísaf.) árið 1924. |
Tímabil | 1891-1891 |
Ljósmyndari | Björn Pálsson |
Senda safninu upplýsingar um myndina |