Valgerður Þórðardóttir

UpprunanúmerBP124_1891190
LýsingMynd af konu í peysufötum, með fléttað hár.
Athugasemdir

Valgerður Þórðardóttir. Foreldrar: Þórður Hafliðason (1843-1906) og Solveig Gísladóttir (1829-1907), (síðar) hjón að Bakkaseli, Nauteyrarhreppi. Valgerður er skráð óekta í prestþjónstubók, og stendur þar að fæðing hennar sé fyrsta brot foreldra hennar. Þau giftast síðar og eignast fleiri börn. Valgerður var vinnukona í Langadal Nautaeyrarhreppi en kom til Ísafjarðar frá Langadal árið 1891. í manntali 1901 er hún skráð sem saumakona hjá Þórði Jónssyni hafnsögumanni í Ráðagerði á Seltjarnarnesi. 1910 er Valgerður skráð sem leigjandi að Bergstaðastræti 11a og 1920 er hún skráð sem húsmóðir að Bókhlöðustíg 11. Valgerður virðist hafa starfað sem saumakona alla tíð og lést árið 1954.

Tímabil1891-1891
LjósmyndariBjörn Pálsson
Senda safninu upplýsingar um myndina