Aðalbjörn Vilberg Guðmundsson

Upprunanúmer | BP127_1891191 |
---|---|
Lýsing | Drengur ekkju Kristjönu Guðmundsd. |
Athugasemdir | Drengur ekkju Kristjönu Guðmundsdóttur" stendur í skrá Björns Pálssonar frá 1891 fyrir þessa mynd. Jónína Kristjana Guðmundsdóttir, f. 27.8.1853 d. 3. mars 1941 átti einn son sem lifði og hét hann Aðalbjörn Guðmundsson. Hann var fæddur árið 1880 og skv. heimildum flutti hann til Kanada þegar hann var 24 ára. Faðir Aðalbjarnar hét Guðmundur Ebenezerson, f. 12. nóvember 1842 og fórst árið 1889 með þilbátnum Olavíu. Aðalbjörn flutti árið 1904 frá Ísafirði til útlanda [Kanada] skv. Prestþjónustubók, en frekari heimildir um afdrif hans finnast ekki. |
Tímabil | 1891-1891 |
Ljósmyndari | Björn Pálsson |
Senda safninu upplýsingar um myndina |