Börn Jóns Grímssonar

Upprunanúmer | BP1891_133 |
---|---|
Lýsing | Börn Gríms Jónssonar, Jón og Kristrún. |
Athugasemdir | Jón og Kristrún Grímsbörn, Ísafirði. Foreldrar: Grímur Jónsson kennari, skólastjóri á Ísafirði, f. 14. Júlí 1855 d. 29. september 1919 og eiginkona hans Ingveldur Guðmundsdóttir f. 26. nóvember 1864 d. 11. mars 1935. Jón Grímsson fæddist á Ísafirði 18. desember 1887 og lést 25. september 1977. Hann kvæntist Ásu Thordarson (f. 18. maí 1892, d. 15. maí 1971) árið 1914. Jón fór til Kaupmannahafnar í verslunarnám í um eitt ár en sneri til baka til Ísafjarðar að því loknu. Hann stafaði ma. sem verslunarstjóri og verslunareigandi á Suðureyri, og á Ísafirði sem bókhaldari, endurskoðandi og málafærslumaður. Hann lést á Ísafirði árið 1977, þá nærri níræður. Kristrún Grímsdóttir fæddist á Ísafirði 9. febrúar 1890 og lést 1894. Á Íslendingabók er hún skráð með dánardaginn 10. október 1895, en í Prestþjónustubók Eyrarsóknar er hún skráð á lista látinna fyrir árið 1894, en án nánari dagsetningar. Grímur og Ingveldur áttu tvö önnur börn, Sigríði f. 17. apríl 1892, d. 2. september 1873 og Sigurð f. 20. apríl 1896, d. 10. febrúar 1975. |
Tímabil | 1891-1891 |
Ljósmyndari | Björn Pálsson |
Senda safninu upplýsingar um myndina |