Herdís Sigurðardóttir m/fósturdóttur

UpprunanúmerBP141_1891199
LýsingHerdís Sigurðardóttir og Magnína Guðný Magnúsdóttir, fósturdóttir hennar.
Athugasemdir

Herdís Sigurðardóttir f. 11. júní 1831, d. 28. janúar 1898 og fósturdóttir hennar, Magnína (einnig Magnea) Guðný Magnúsdóttir, f. 26. október 1872, d. 15. ágúst 1946. Foreldar Herdísar : Sigurður Guðmundsson (f. 13. ágúst 1794, d. 30. júlí 1841) bóndi á Sléttu og síðar Hesteyri og Margrét Jónsdóttir(f. 1799, d. 27. apríl 1891). Herdís flutti til Ísafjarðar frá Sléttuhreppi árið 1845-6 og starfaði við verslunarstörf í nokkur ár. Hún gerðist bústýra hjá Ólafi Matthíassyni verslunarþjóni og þau giftust árið 1860. Ólafur dó úr veikindum árið 1861. Eftir það fór Herdís sem vinnukona til Kristjáns Matthíassonar bónda í Seyðisfirði (f. 11. september 1841, d. 1. mars 1883), bróður Ólafs heitins. Þau giftust árið 1868 og fluttust til Ísafjarðar í kringum 1877. Herdís átti engin börn með eiginmönnum sínum, en þau Kristján tóku að sér nokkur fósturbörn. Kristján fórst við hákarlalegu ásamt nokkrum öðrum árið 1883. Eftir það bjó Herdís á Ísafirði og sá fyrir sér með saumaskap. Hún lést árið 1898. Magnína Guðný Magnúsdóttir fósturdóttir Herdísar og Kristjáns. Fædd í Ögursókn 26. október 1872, d. 15. ágúst 1946. Móðir hennar var Þórey Friðriksdóttir vinnukona í Ögursókn, f. 30. ágúst 1835, d. 8. mars 1874. Faðir Magnínu hét Magnús Jónsson, f. 15. febrúar 1832, d. 3.desember 1893, vinnumaður á Hvítanesi. Magnína giftist Alberti Jónssyni, f. 11. maí 1848, d. 5. janúar 1916, járnsmiði á Ísafirði árið 1892 og áttu þau saman 6 börn. Magnína er oft skráð sem Magnea, sérstaklega síðar á ævinni, en í skrá yfir fædda í Ögursókn árið 1872 stendur Magnína. Mögulega hefur Magnína sjálf kosið að breyta nafni sínu í Magnea, en hún gekk líka undir millinafni sínu, Guðný. Magnína Guðný og Albert áttu 7 börn, sem voru: Kristján (1892-1925), Þórey (1893-1971), Jón (1895-1959), Hergeir (1897-1982), Karl (1900-1904), Herdís (1908-2011), Margrét (1912-1999). Albert lést árið 1916 á Ísafirði og Magnína Guðný árið 1946.

Tímabil1891-1891
LjósmyndariBjörn Pálsson
Senda safninu upplýsingar um myndina