Herdís Sigurðardóttir m/fósturdóttur

Upprunanúmer | BP141_1891199 |
---|---|
Lýsing | Herdís Sigurðardóttir og Magnína Guðný Magnúsdóttir, fósturdóttir hennar. |
Athugasemdir | Herdís Sigurðardóttir f. 11. júní 1831, d. 28. janúar 1898 og fósturdóttir hennar, Magnína (einnig Magnea) Guðný Magnúsdóttir, f. 26. október 1872, d. 15. ágúst 1946. Foreldar Herdísar : Sigurður Guðmundsson (f. 13. ágúst 1794, d. 30. júlí 1841) bóndi á Sléttu og síðar Hesteyri og Margrét Jónsdóttir(f. 1799, d. 27. apríl 1891). Herdís flutti til Ísafjarðar frá Sléttuhreppi árið 1845-6 og starfaði við verslunarstörf í nokkur ár. Hún gerðist bústýra hjá Ólafi Matthíassyni verslunarþjóni og þau giftust árið 1860. Ólafur dó úr veikindum árið 1861. Eftir það fór Herdís sem vinnukona til Kristjáns Matthíassonar bónda í Seyðisfirði (f. 11. september 1841, d. 1. mars 1883), bróður Ólafs heitins. Þau giftust árið 1868 og fluttust til Ísafjarðar í kringum 1877. Herdís átti engin börn með eiginmönnum sínum, en þau Kristján tóku að sér nokkur fósturbörn. Kristján fórst við hákarlalegu ásamt nokkrum öðrum árið 1883. Eftir það bjó Herdís á Ísafirði og sá fyrir sér með saumaskap. Hún lést árið 1898. Magnína Guðný Magnúsdóttir fósturdóttir Herdísar og Kristjáns. Fædd í Ögursókn 26. október 1872, d. 15. ágúst 1946. Móðir hennar var Þórey Friðriksdóttir vinnukona í Ögursókn, f. 30. ágúst 1835, d. 8. mars 1874. Faðir Magnínu hét Magnús Jónsson, f. 15. febrúar 1832, d. 3.desember 1893, vinnumaður á Hvítanesi. Magnína giftist Alberti Jónssyni, f. 11. maí 1848, d. 5. janúar 1916, járnsmiði á Ísafirði árið 1892 og áttu þau saman 6 börn. Magnína er oft skráð sem Magnea, sérstaklega síðar á ævinni, en í skrá yfir fædda í Ögursókn árið 1872 stendur Magnína. Mögulega hefur Magnína sjálf kosið að breyta nafni sínu í Magnea, en hún gekk líka undir millinafni sínu, Guðný. Magnína Guðný og Albert áttu 7 börn, sem voru: Kristján (1892-1925), Þórey (1893-1971), Jón (1895-1959), Hergeir (1897-1982), Karl (1900-1904), Herdís (1908-2011), Margrét (1912-1999). Albert lést árið 1916 á Ísafirði og Magnína Guðný árið 1946. |
Tímabil | 1891-1891 |
Ljósmyndari | Björn Pálsson |
Senda safninu upplýsingar um myndina |