Guðmundur Scheving, læknir á Smáhömrum, og frú hans

UpprunanúmerBP3034_1900109
LýsingMynd af manni og konu, líklega tekin um borð í skipi.
Athugasemdir

Guðmundur Scheving var fæddur 27. iúlí 1861. Foreldrar hans voru Bjarni Magnússon sýslumaður í Húnavatnssýslu og frú Hildur Bjarnadóttir, amtmanns Thorarensens. Guðmundur útskrifaðist úr lærða skólanum 1883 og af læknaskólanum 1887. Hann var settur aukalæknir á Seyðisfirði 30. júní 1888 en fékk Strandasýslulæknishérað 12. janúar 1897. Árið 1889 kvæntist Guðmundur danskri konu, Laura Jensen að nafni. Hann lést á Hólmavík í Strandasýslu 24. janúar 1909.

Tímabil
LjósmyndariBjörn Pálsson
Senda safninu upplýsingar um myndina