Togarinn Avant Garde H 461

Upprunanúmersh257
LýsingTogarinn Avant Garde H 461 frá Hull við Bæjarbryggjuna á Ísafirði.
Athugasemdir

Birgir Þórisson 2/4 2021: „AVANT GARDE var franskur Nýfundnalandstogari, smíðaður í Englandi 1920, og var þá með stærstu togurum; 780 brl. Þegar Frakkland féll 1940 var hann við Nýfundnaland en breski flotinn tók hann á heimleið, hlaðinn fiski, við strendur Marokko í desember 1940 og flutti til Bretlands. Þar var hann skráður í Hull 1941 og notaður til fiskflutninga frá Íslandi og Færeyjum. Honum var skilað 1945. Fór í brotajárn 1952. Ég rakst á myndina á franskri síðu um togarann, en er þar ranglega talin vera tekin í Færeyjum á stríðsárunum. https://modelisme-naval-bois.lebonforum.com/t2649-le-chalutier-a-vapeur-avantgarde

Tímabil
LjósmyndariSigurgeir B. Halldórsson
GefandiAfkomendur SBH
Senda safninu upplýsingar um myndina