
Sumarlestur barna 2025
Sumarfrí grunnskólanna er hafið og með því byrjar sumarlestur.
Sumarfrí grunnskólanna er hafið og með því byrjar sumarlestur.
Í ár ætlum við að fara í ævintýraferð með Lindu landnámshænu og heimsækja Terra Gallina. Til þess þarf auðvitað vegabréf sem ungu lesendurnir geta nálgast á Bókasafninu Ísafirði frá og með 2. júní. Með því að lesa 15 mínútur á dag komumst við áfram og heimsækjum Santíeggó, Hanalúlú og fleiri spennandi staði á Hænulandi. Happamiði fylgir fyrir hverja klukkustund sem búið er að lesa og hver veit nema heppnin verði með þér!
Endilega kíkið við og kynnið sér málið betur.