Fyrirlestur um (kvenna)sögu saumavélarinnar
Laugardaginn 25. október 2025 hélt Arnheiður Steinþórsdóttir, sagnfræðingur, fyrirlestur um sögu saumavélarinnar á Bókasafninu Ísafirði.
Fyrirlesturinn bar titilinn: Að atvinnu og í hjáverkum. Áhrif saumavélarinnar á líf og störf kvenna.
Húsfyllir var á viðburðinum og sköpuðust líflegar umræður í kjölfarið þar sem fólk deildi frásögnum um saumavélar og saumakonur úr eigin fjölskyldusögu. Kvennasaga var í brennidepli en til þess að skilja hvar við erum stödd og hvert við stefnum þá þurfum við að átta okkur á því hvaðan við komum. Hér er hægt að lesa meira um fyrirlestur Arnheiðar: https://borgarbokasafn.is/starfid-a-safninu/molar/fyrirlestur-um-kvennasogu-saumavelarinnar