bookspace

Opnun / Opening: BOOK SPACE

Safnahúsið Ísafirði Listasafn Ísafjarðar býður gesti hjartanlega velkomna á opnun einkasýningar Elínar Hansdóttur: Book Space. Opnunin fer fram 17. júní kl. 14:30 í sýningarsal safnsins á annarri hæð í Safnahúsinu á Ísafirði.Í tilefni þess að Safnahúsið fagnar 100 ára afmæli verður einnig opið hús í húsinu frá kl. 14:30–17:00 með ýmsum viðburðum. Gestum verður boðið upp á afmælisköku og kaffi, auk þess sem hægt verður að skoða alla króka og kima hússins eftir umfangsmiklar endurbætur.

OPNUN: BOOK SPACE
Elín Hansdóttir

17. júní – 18. október 2025
Sýningarsalur Listasafns Ísafjarðar, 2. hæð t.v. Safnahúsið Ísafirði

 

Listasafn Ísafjarðar býður gesti hjartanlega velkomna á opnun einkasýningar Elínar Hansdóttur: Book Space. Opnunin fer fram 17. júní kl. 14:30 í sýningarsal safnsins á annarri hæð í Safnahúsinu á Ísafirði.

Í tilefni þess að Safnahúsið fagnar 100 ára afmæli verður einnig opið hús í húsinu frá kl. 14:30–17:00 með ýmsum viðburðum. Gestum verður boðið upp á afmælisköku og kaffi, auk þess sem hægt verður að skoða alla króka og kima hússins eftir umfangsmiklar endurbætur.


Book Space er þátttökulistaverk eftir Elínu Hansdóttur sem hefur ferðast milli bókasafna víðs vegar um Evrópu frá árinu 2005. Kjarna verksins mynda 2.000 auðar bækur sem hafa verið til útláns á opinberum bókasöfnum — bækur sem bjóða gestum ekki upp á að lesa, heldur að skrifa, teikna eða leggja til hugmyndir sínar fram á hvaða hátt sem þeir kjósa.

 

Verkið umbreytir hefðbundnum rýmum passívar þekkingarsöfnunar í virkar arkívur persónulegrar tjáningar. Bækurnar verða marglaga handrit sem mótast yfir tíma og bjóða upp á skynræna andstæðu við stafræna miðla samtímans. Book Space ögrar hugmyndum um höfundarétt, vald og mörk milli lesanda og höfundar. Með því að blanda saman röddum gesta verður verkið að lifandi, lýðræðislegu listaverki – í senn persónulegt, ljóðrænt og óútreiknanlegt.

 

Verkið hefur verið sett upp víða um Evrópu, þar á meðal á bókasöfnum innan fangelsis og endurhæfingarmiðstöðva - þar sem það endurskilgreinir hlutverk bókasafna í menningu samtímans. Í stað þess að vera fyrst og fremst varðveislustaður fyrirframgefins efnis, verður Book Space að virku rými samskipta, sköpunar og viðveru, þar sem merking mótast í sífellu af þeim sem þar staldra við.

___

Elín Hansdóttir (f. 1980) hefur á ferli sínum sem myndlistarmaður unnið á víðu sviði margvíslegra miðla; ekki síst við stórar innsetningar sem umlykja áhorfendur, skúlptúra, ljósmyndun og leikmyndahönnun.  Í verkum sínum rannsakar hún skynjun, rýmislega áttun og sálfræðileg áhrif arkitektúrs með inngripum í fyrirliggjandi rými. Elín hefur ekki einungis sinnt listsköpun sinni í galleríum og listasöfnum, heldur hefur hún einnig hannað leikmyndir fyrir leikhús og sviðsverk, þar sem áhugi hennar á frásagnarformi og rýmistengdri spennu hefur haldið áfram að þróast.  Hún hefur sýnt víða á alþjóðlegum vettvangi, en meðal þeirra helstu má nefna KW Institute for Contemporary Art í Berlín, Hamburger Bahnhof í Berlín, ZKM í Karlsruhe, Frieze Projects, Marrakech tvíæringinn, Martha Herford safnið, Listasafn Reykjavíkur og Listasafn Íslands.

 

Aðgangur ókeypis
Sýningin er styrkt af Myndlistarsjóði


 

OPENING: BOOK SPACE
Elín Hansdóttir

June 17 – October 18, 2025
Exhibition Hall, Ísafjörður Art Museum, 2nd floor (left), Ísafjörður Culture House

 

The Ísafjörður Art Museum warmly welcomes guests to the opening of Elín Hansdóttir’s solo exhibition: Book Space. The opening will take place on June 17th at 2:30 PM in the museum’s exhibition space on the second floor of the Cultural House in Ísafjörður.

To celebrate the 100th anniversary of the Cultural House, there will also be an open house from 2:30 to 5:00 PM featuring a variety of events. Guests are invited to enjoy birthday cake and coffee, and to explore every nook and corner of the building following extensive renovations.


Book Space is a participatory installation by Elín Hansdóttir that has been traveling between public libraries across Europe since 2005. At the heart of the project are 2,000 blank books inserted into library collections—books that invite visitors not to read, but to write, draw, or contribute in any way they choose.

By placing these unwritten volumes into circulation, Hansdóttir transforms passive spaces of knowledge into evolving archives of personal expression. Each book becomes a layered, communal manuscript shaped over time by many hands. In an era dominated by screens, these books offer a sensory return to a slower, more deliberate mode of interaction. Book Space blurs the line between reader and writer, emphasizing individual voices within shared systems of knowledge. As each book accumulates diverse voices and marks, the project becomes a kind of distributed, living artwork—intimate and democratic, poetic and unpredictable.

Installed in public libraries in Iceland, Germany, Spain, and Belgium—as well as in libraries within a prison and a rehabilitation center—Book Space subtly reimagines the role of libraries in contemporary culture. Rather than serving solely as repositories of fixed information, these spaces become dynamic arenas for exchange, creativity, and presence, where meaning is continuously shaped by those who pass through.

 ---

Elín Hansdóttir (b.1980) is an Icelandic visual artist whose practice spans immersive installations, sculpture, photography and scenography. In her work she explores perception, spatial disorientation and the psychological impact of architecture, often through site-specific interventions. In addition to her gallery and museum exhibitions, Hansdóttir has created scenographic designs for theatre and performance, where her interest in narrative and spatial tension has continued to evolve. She has exhibited internationally, notably at KW Institute for Contemporary Art in Berlin, Hamburger Bahnhof, ZKM Karlsruhe, Frieze Projects, The Marrakech Biennale, Martha Herford, The Reykjavik Art Museum as well as the National Gallery of Iceland.



Admission is free
Supported by the Icelandic Visual Arts Fund (Myndlistarsjóður)

Velja mynd