Osló

Skjalasafn og Ljósmyndasafn lokað

Afgreiðsla Skjalasafnsins og Ljósmyndasafnsins verður lokuð dagana 15. –18. september 2025 vegna þátttöku starfsmanna í Norrænum skjaladögum í Osló.

Starfsmenn þátttakendur í Norrænum skjaladögum 2025

Ráðstefnan Norrænir skjaladagar fer fram 15. – 17. september nk. í Osló. Norrænir skjaladagar eru einn meginvettvangur norrænna skjalasafna og samstarfs norrænna þjóðskjalasafna í skjalavörslu og skjalastjórn. Ráðstefnan byggir á langri hefð og hefur verið haldin að jafnaði þriðja hvert ár frá 1935. Þetta er í 27. skipti sem hún fer fram og að þessu sinni bæði staðbundið og í gegnum vefinn. Þema ráðstefnunnar í ár er „Skjalasöfn og samfélagið“. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Hlutverk skjalasafna í samfélaginu og skiptast málstofur í þrjú þemu sem eru Hagnýtar tækninýjungar, Öryggi skjalasafna á óvissutímum og Möguleikar skjalasafna. Meðal aðalfyrirlesara ráðstefnunnar verður Guðni Th. Jóhannesson prófessor við Háskóla Íslands og fyrrverandi forseti Íslands.

Velja mynd