Gleðileg jól
Starfsfólk Bókasafnsins Ísafirði óskar gleðilegra jól og farsældar á komandi ári.
Lesa meira
Starfsfólk Bókasafnsins Ísafirði óskar gleðilegra jól og farsældar á komandi ári.
Lesa meira
Hafið þið rekist á bók frá Bókasafninu Ísafirði sem er komin í vanskil? Upplagt er að koma með hana í sektarlausri - viku. Enda eru jólin tími fyrirgefningar, ekki satt?
Lesa meira
Jólasveinn og jólasýning, jólabækur og jólatónlist.
Lesa meira
Bókasafnið Ísafirði náði inn fyrsta skrefinu í Grænum skrefum nú á dögum. Eftir okkar bestu upplýsingum erum við fyrsta stofnunin í Ísafjarðarbæ til að ná þessari viðurkenningu. Við erum stolt af árangrinum og munum halda áfram að sinna verkefninu af elju. Við hvetjum alla til að huga að umhverfismálum, við getum öll gert eitthvað og það verður gaman að fylgjast með fleiri stofnunum taka þátt í Grænum skrefum.
Lesa meira
Edda Björg forstöðukona Bóksafnsins Ísafirði var í viðtali hjá Morgunblaðinu í október. ,,Fólk kemur á bókasafn án kvaða um að kaupa eitthvað. Getur verið þar við vinnu eða nám, notið þess að kíkja í blöðin með kaffibolla eða fylgst með viðburðum."
Lesa meira
Sveitalíf er yfirskrift norræna skjaladagsins sem að þessu sinni verður laugardaginn 13. nóvember. Að venju munu héraðsskjalasöfn um allt land kynna efni sem tengist þema dagsins. Að þessu sinni sýnir Skjalasafnið Ísafirði skjöl og myndir sem tengjast Seljalandsbúinu, sem rekið var af Ísafjarðarkaupstað árin 1927-1951.
Lesa meira
Hörður Högnason færði nýverið Listasafn Ísafjarðar þrjú málverk að gjöf frá afkomendum Þórðar Jóhannssonar úrsmiðs og Kristínar Magnúsdóttur húsmóður sem bjuggu lengstum í Hafnarstræti 4 á Ísafirði. Um er að ræða tvö málverk eftir Jón Hróbjartsson og eitt málverk eftir Gunnar S. Gestsson. Öll verkin eru í góðu ásigkomulagi og mikill fengur fyrir safnið að eignast þau.
Lesa meira
Bókaspjall verður haldið Laugardaginn 13.11.21 kl 14:00. Ylfa Mist Helgadóttir mun segja frá bókum og Guðfinna Heiðarsdóttir segir frá Ársriti Sögufélags Ísfirðinga. Grímuskilda er á viðburðinn og fólk er beðið um að huga að persónulegum sóttvörnum.
Lesa meira
Næstkomandi laugardag verður Helga Pálína með leiðsögn um sýningu sína í sal Listasafns Ísafjarðar Safnahúsinu og spjallar við gesti safnsins um hugmyndirnar sem liggja að baki verkanna og gerð þeirra.
Lesa meira
Í tilefni af 200 ára afmæli rithöfundarins Fjodors Dostoevskijs og formennsku Rússlands í Norðurskautsráðinu er efnt til málþings í Safnahúsinu á Ísafirði fimmtudaginn 28. október kl. 18–20. Yfirskrift málþingsins er „Menning á norðurslóðum: Rússland, Færeyjar, Ísland: Landfræði, saga, bókmenntir og menning.“
Lesa meira
Bangsadagurinn verður haldin á Bókasafninu Ísafirði miðvikudaginn 27. október næstkomandi klukkan 16:30.
Lesa meira
Í tengslum við menningarhátíðina Veturnætur á Ísafirði fer fram málþingi í Safnahúsinu á Ísafirði um bókmennta- og menningarsögu Vestfjarða undir yfirskriftinni „Lesið í sköpunarkraft Vestfjarða“.
Lesa meira
Í tilefni Veturnátta mun Bókasafnið Ísafirði bjóða upp á skemmtilega dagsskrá. Mánudaginn 18.10.21. kl 17:00 mun Aðalheiður Jóhannsdóttir koma og bjóða upp á jóga. Dýnur eru á staðnum en fólk er velkomið að koma með eigin. Fimmtudaginn 21.10.21 kl 17:00 mun Einar Mikael koma og sýna ótrúleg töfrabrögð og magnaðar sjónhverfingar. Verjum tíma saman á Vetrarnóttum.
Lesa meira
TENGINGAR - sýning Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur textíllistakonu, opnar á morgun í sal Listasafns Ísafjarðar, Safnahúsinu Eyrartúni. Helga Pálína hefur um árabil gert tilraunir með að sauma í kletta, litglæða grábrún blæbrigði móbergsins en líka spýtur, nýjar og gamlar. Hún rillar og vefur, holar aftan og stingur framan til að laða fram skúlptúr, línur og horn
Lesa meira
Langir mánudagar hefjast aftur og verður því opnunartími Bókasafnsins til klukkan 21:00 mánudaginn 11. október.
Lesa meira
Röbbum um rusl verður haldið miðvikudaginn 6.10.21 kl 17:00 á Bókasafninu Ísafirði
Lesa meira
Kristín Þóra Guðbjartsdóttir hefur verið ráðin sem starfsmaður Listasafns Ísafjarðar. Kristín Þóra er með M. Art. Ed. í listkennslu frá Listaháskóla Íslands, B.A. gráðu frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og B.A. gráðu í grafískri hönnun frá sama skóla. Hún stundaði framhaldsnám við Fachhochschule Hamburg, Fachbereich Gestaltung og hefur lokið námi í ljósmyndun við Tækniskólann.
Lesa meira
Sýningunni UNGUR TEMUR GAMALL NEMUR í Gallerí Úthverfu á Ísafirði fer senn að ljúka og þriðjudaginn 24. ágúst kl. 16 heldur sýningarstjórinn Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur) fyrirlestur um sýninguna og rannsóknir henni tengdar í sal Listasafns Ísafjarðar í Safnahúsinu Eyrartúni.
Lesa meira
Þjóðskjalasafn Íslands hefur opnað nýjan vef fyrir ráðgjöf og eftirlit með skjalavörslu og skjalastjórn. Markmiðið með vefnum er að auðvelda aðgengi að reglum, leiðbeiningum og hvers konar fræðslu fyrir afhendingarskylda aðila er tengist skjalavörslu og skjalastjórn.
Lesa meira
Laugardagurinn 5. júní er síðasti sýningardagur sýningarinnar Vakning í Safnahúsinu Eyrartúni. Af því tilefni verður Guðrún A. Tryggvadóttir með listamannsspjall þar sem hún ræðir við gesti um sýningu sína.
Lesa meira
Sumarlestur barnanna árið 2021 fer fram 31. maí – 21. ágúst 2021. Þann 28. ágúst verður haldin uppskeruhátíð þar sem að fagnað er þeim árangri sem unnin hefur verið yfir sumarið. Sumarlestur barnanna er leikur fyrir börn í 1. -6. bekk grunnskóla. Markmið leiksins er að viðhalda lestrargetu barna yfir sumartímann og hvetja börn til að lesa það sem þeim þykir áhugavert.
Lesa meira
Guðrún Arndís Tryggvadóttir opnar sýninguna Vakning í Listasafni Ísafjarðar, Safnahúsinu Eyrartúni, föstudaginn 30. apríl kl 17:00 en síðasti sýningardagur er laugardagurinn 5. júní. Sýningin er opin á virkum dögum kl. 12:00 – 18:00 og á laugardögum kl. 13:00 – 16:00. Sýningarstjóri er Inga Jónsdóttir. / Guðrún Arndís Tryggvadóttir will open her exhibition Awakening at Ísafjörður Art Museum, Eyrartún in Ísafjörður on Friday, April 30th at 05:00 PM. Opening hours are 12:00 to 06:00 PM on weekdays and 01:00 to 04:00 PM on Saturdays. The exhibition is on display until June 5th. Curator is Inga Jónsdóttir.
Lesa meira
Bókasafnið er opið en á meðan samkomutakmörkunum stendur getur verið gott að panta bækur og annað efni Bókasafnsins í gegnum leitir.is, með því að hringja í síma 4508220 eða senda tölvupóst í bokalan@isafjordur.is.
Lesa meira
Árið 1910 urðu þáttaskil í lyfjasölu á Ísafirði þegar lyfsalan var falin sérfræðingi í lyfjafræði og Carl Gustav Adolph Rasmussen lyfsala var veitt lyfsöluleyfi. Hann var fæddur í Grenå í Danmörku 9. desember 1882 og lauk prófi í lyfjafræði árið 1906 í Kaupmannahöfn. Starfaði hann síðan í apótekum víða í Danmörku en í nóvember 1907 varð hann lyfjasveinn við Reykjavíkurapótek þar sem hann starfaði til 1. janúar 1911. Rasmussen var veitt lyfsöluleyfi á Ísafirði 15. september 1910 en opnaði ekki apótek þar fyrr en 23. febrúar 1911. Tók hann á leigu húsnæði að Pólgötu 1 en húsið byggði Einar Bjarnason kaupmaður árið 1901. Rasmussen keypti húsið 1. febrúar 1917 og bjó þar með fjölskyldu sinni þar til þau fluttu frá Ísafirði sumarið 1920.
Lesa meira
Bjargey Ólafsdóttir sýnir ljósmyndaseríu sem hún nefnir Tíra, í Listasafni Ísafjarðar, Safnahúsinu, Ísafirði. Sýningin opnar laugardaginn 6. mars og stendur til 17. apríl 2021. Sýningin verður opin virka daga kl. 12.00-18.00 og á laugardögum kl. 13.00-16.00. Bjargey verður með listamannaspjall við opnun sýningar sinnar og hefst það kl. 14.00.
Lesa meira
Föstudaginn 29. janúar 2021 kl. 16 verður opnuð sýning á verkum Bryndísar Guðrúnar Björgvinsdóttur í sal Listasafns Ísafjarðar í Safnahúsinu á Ísafirði. Á sýningunni eru verk sem samanstanda af textíl, olíumálun og vatnslitun. Olíumálverkin eru unnin í skugga Covid-19 og þeirrar einangrunar sem henni fylgir. Sýna verkin vetrarstemmningu á Ísafirði með áherslu á liti hafs og umhverfis. Akrílverkin eru unnin með meiri hraða og viðfangsefnið mikið til útsýni listamannsins úr vinnuherberginu. Vatnslitamyndirnar á sýningunni sækja innblástur í göngutúra Bryndísar og reynir hún þar að fanga kyrrláta stemmningu og upplifun. Í textílverkunum er hafið viðfangsefnið þar er blandað saman akrýl og textíl.
Lesa meira