Afhentu gjöf til minningar um Helenu B. Þrastardóttur
Safnahúsinu voru afhentar gjafir á Þorláksmessu til minningar um Helenu Björk Þrastardóttur bókavörð.
Lesa meira
Safnahúsinu voru afhentar gjafir á Þorláksmessu til minningar um Helenu Björk Þrastardóttur bókavörð.
Lesa meira
Margir lögðu leið sína í Safnahúsið á jólaföstunni, þar á meðal Grýla sjálf og hyski hennar. Við vonum að okkur hafi tekist að sannfæra þau um að koma aftur að ári.
Lesa meira
Um jól og áramót verður Safnahúsið opið sem hér segir:
Lesa meira
Grýla ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni á morgun, á sjálfri Þorláksmessu. Hún lofar að verða komin í hús kl. 14 og ætlar að fá að hvíla lúin bein í sal Listasafnsins þar sem gestum gefst kostur á að fræðast um hana.
Lesa meira
Hluti af jólasýningu Safnahússins á Ísafirði 2017, er myndband þar sem fjórir einstaklingar segja frá ýmsu tengdu jólahaldi og hefðum.
Lesa meira
Pottaskefill ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni næsta laugardag kl. 14 - allir velkomnir!
Lesa meira
Laust er til umsóknar starf bókavarðar við Bókasafnið Ísafirði. Um er að ræða 100% starf til framtíðar og er æskilegast að viðkomandi geti hafið störf í janúar 2018.
Lesa meira
Á síðasta ári gaf Safnahúsið út þrjú jólakort með skemmtilegum stemmingsmyndum sem tengjast umhverfi hússins. Kortin fást einungis í húsinu og kosta 300 kr stykkið. Upplagt að gleðja vini og vandamenn með þessum glaðlegu kortum.
Lesa meira
Laugardaginn 25.nóvember verður annað Bókaspjall haustsins á Bókasafninu. Að vanda verða tvö erindi í boði.
Lesa meira
Norræna bókasafnavikan er nú haldin í 21. sinn dagana 13.-19. nóvember. Um er að ræða verkefni á vegum Sambands Norrænu félaganna og hefur Norræna Bókasafnavikan sem markmið að efla áhuga á lestur og um leið að vekja athygli á norrænum bókmenntum og frásagnarlist.
Lesa meira
Hús og heimili er yfirskrift norræna skjaladagsins sem að þessu sinni verður laugardaginn 11. nóvember. Að venju munu Þjóðskjalasafn Íslands og héraðsskjalasöfn um allt land bjóða upp á dagskrá er tengist þema dagsins.
Lesa meira
Laugardaginn 28. október - kjördag - verður flutt erindi í sal Listasafnsins í Safnahúsinu sem ber heitið draugar og drama.Guðfinna Hreiðarsdóttir og Jóna Símonía Bjarnadóttir sjá um erindið sem hefst kl. 14.
Lesa meira
Bangsadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur á Bókasafninu Ísafirði allt frá árinu 1998 og hefur verið fastur liður hjá okkur allar götur síðan. Í ár verður Bangsadagurinn föstudaginn 27. október.
Lesa meira
Bókamarkaðurinn Grúskarar í rökkrinu er orðinn að árlegum viðburði í tengslum við bæjarhátíðina Veturnætur. Við opnum markaðinn fimmtudaginn 26. október.
Lesa meira
Þriðjudaginn 17. október kl. 16.30 opnar sýning á verkum Kristins Péturssonar í sal Listasafns Ísafjarðar. Sýningin er samvinnuverkefni Listasafnsins og Listasafns ASÍ. Á opnuninni mun Jón Sigurpálsson fjalla um Kristinn og verk hans.
Lesa meira
Á skjalasafninu á Ísafirði starfa fjórar konur að skráningu sóknarmannatala fyrir Þjóðskjalasafn Íslands. Verkefnið er unnið með þeim hætti að sóknarmannatalsbækur eru skannaðar á Þjóðskjalasafni og færðar í sérstakt skráningarkerfi þar sem grunnupplýsingar um bækurnar eru skráðar. Starfsmennirnir á Ísafirði sækja skráningarkerfið á vefsíðu Þjóðskjalasafns og skrá tilteknar upplýsingar á myndunum inn í kerfið. Ætlunin er að að birta þessi gögn á vef Þjóðskjalasafns og eru þau nú þegar að hluta aðgengileg almenningi.
Lesa meira
Dagana 5. og 6. október halda héraðsskjalasöfnin sína árlegu ráðstefnu. Skjalasafnið og Ljósmyndasafnið verða því lokuð þessa tvo daga.
Lesa meira
Laugardaginn 7. október verður fyrsta bókaspjall vetrarins. Að venju verða tvö erindi í boði þar sem fjallað verður um bækur.
Lesa meira
Skjalasafn verkalýðshreyfingarinnar á Vestfjörðum var formlega afhent Héraðsskjalsafninu Ísafirði við athöfn í Baldurshúsinu, Pólgötu 2 Ísafirði, föstudaginn 22. september. Skjalasafnið telur 524 skjalaöskjur sem skráðar eru í 34 deildir verkalýðsfélaga, stofnana, fyrirtækja og samtaka sem félögunum tengjast. Safnið geymir skjöl Alþýðusambands Vestfjarða frá stofnun þess 1927 og einstakra félaga sem störfuðu innan þess, allt til stofnunar Verkalýðsfélags Vestfirðinga á árunum 2002-2005. Afhending safnsins er ein stærsta einstaka afhending sem Héraðsskjalsafninu hefur verið færð og einstök að því leyti að safnið er frágengið, flokkað og skráð þannig að það er tilbúið til notkunar fyrir fræðimenn og aðra áhugasama.
Lesa meiraSafnahúsið á Ísafirð fékk í dag, laugardaginn 26. ágúst, afhentan veglegan útibekk til minningar um Helenu Björk Þrastardóttur, bókavörð, sem lést 21. júlí síðastliðinn. Voru það frændsystkini hennar, afkomendur Marsellíusar Bernharðssonar skipsmiðs og Albertu Albertsdóttur á Ísafirði, ásamt fjölskyldum sem afhentu gjöfina.
Lesa meira
Safnahúsið verður lokað vegna útfarar fimmtudaginn 3. ágúst.
Lesa meira
Bækurnar Kirkjur Íslands - friðaðar kirkjur í Vestfjarðaprófastdæmi eru komnar í sölu hjá okkur í Safnahúsinu.
Lesa meira
Síðla í ágúst 1925 lagðist danska skipið Gustav Holm að Ísafjarðarbryggju en um borð voru 89 Grænlendingar auk danskrar áhafnar á leið norður til Scorebysunds, nánar tiltekið til Ittoqqortoormiit til að stofna þar nýlendu. Aðstæður til veiða voru taldar með besta móti við þennan lengsta fjörð heims en fyrst og fremst var verið að tryggja dönsk yfirráð á svæðinu og koma í veg fyrir landnám Norðmanna sem gerðu kröfu um yfirráð á stórum hluta Austur-Grænlands. Í Fræðslumiðstöð Vestfjarða við Suðurgötu 12 á Ísafirði hefur verið sett upp sýning um þessa heimsókn Grænlendinganna til Ísafjarðar og er hún opin kl. 9 - 16 virka daga.
Lesa meira
Við vekjum athygli á því að enn er hægt að skoða hluta af ljósmyndasýningu Þorvaldar Arnars Kristmundssonar í stigagangi Safnahússin. Sýningin verður opin fram í september og við hvetjum fólk til að láta hana ekki fram hjá sér fara.
Lesa meira
Nýlega komu út þrjú ný bindi í ritröðinni Kirkjur Íslands, númer 26, 27 og 28 en þar er fjallað um 28 kirkjur í Vestfjarðaprófastsdæmi ásamt gripum þeirra og minningarmörkum. Bækurnar eru nú fáanlegar hjá okkur í Safnahúsinu.
Lesa meira
70 harmonikur og nokkrum betur úr safni Ásgeirs S. Sigurðssonar er yfirskrift sumarsýningar Byggðasafns Vestfjarða og Safnahússins. Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 29. júní kl. 17 í sal Listasafns Ísafjarðar á 2. hæð Safnahússins. Sýningin er tileinkuð minningu Björns Baldurssonar fyrrum safnvarðar við Byggðasafn Vestfjarða. Harmonikusafn Ásgeirs á sér ekki hliðstæðu á Íslandi en á sýningunni er úrval á áttunda tug hljóðfæra sem Ásgeir taldi forvitnilegar fyrir margra hluta sakir svo sem sögu og fágæti.
Lesa meira
Safnahúsið er lokað laugardaginn 17.júní. Óskum öllum gleðilegs þjóðhátíðardags!
Lesa meira
Þau leiðu mistök urðu á dögunum að röng auglýsing fór frá okkur í bæklinginn um íþróttir og tómstundalíf í Ísafjarðarbæ í sumar. Húsið er opið til kl. 18 virka daga en ekki til kl. 19 eins og segir í auglýsingunni og það er lokað á sunnudögum. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum.
Lesa meira
Rafbókasafnið var opnað 30. janúar s.l. og hingað til hafa einungis lánþegar Borgarbókasafnsins getað nýtt sér þessa þjónustu. Frá og með 1. júní munu bætast við þrettán önnur almenningssöfn vítt og breitt um landið og er Bókasafnið Ísafirði eitt þeirra.
Lesa meira
Síðasti dagur sýningar GARASON, Guðlaugs Arasonar, á Álfabókum er laugardagurinn 27. maí. Við hvetjum alla til að koma og skoða þessi einstaklega skemmtilegu verk.
Lesa meira
Fyrir nokkru var efnt til samstarfs af hálfu Kaufering, sem er vinabær Ísafjarðarbæjar í Þýskalandi um að útbúa og skiptast á ullarteppum úr hekluðum og prjónuðum ferningum
Lesa meira
Árbók Ferðafélags Íslands kemur nú út í nítugasta sinn og er viðfangsefnið að þessu sinni Ísafjarðardjúp
Lesa meira
Líkt og undanfarin ár verður Bókasafnið með sumarlestur fyrir börn í grunnskóla og þá sérstaklega fyrir börn í 1. - 6. bekk. Í ár ætlum við að breyta aðeins til og bjóða upp á lestrarbingó.
Lesa meira
Hverfandi menning – Djúpið er nafn á sýningu á ljósmyndum eftir Þorvald Örn Kristmundsson sem opnar í sal Listasafns Ísafjarðar í Safnahúsinu 6.maí n.k.
Lesa meira
Þriðjudaginn 2. maí verður Garason (Guðlaugur Arason) í Safnahúsinu milli kl. 4 og 6 og segir frá verkum sínum á sýningunni Álfabækur. Verkin sýna bækur í ýmsu rými en verkin krefjast þess að áhorfandinn gefi sér góðan tíma til að skoða þau því í hverju þeirra leynist lítill verndarálfur. En sjón er sögu ríkari.
Lesa meira
Mánudaginn 1. maí kl. 17 opnar listamaðurinn Garason, Guðlaugur Arason, sýningu á verkum sem hann kallar Álfabækur.
Lesa meira
Aldrei fór ég suður - í gegnum tíðina er yfirskrift sýningar á munum og ljósmyndum tengdum tónlistarhátíðinni en sýningin er í sal Listasafns Ísafjarðar á 2. hæð Gamla sjúkrahússins. Laugardaginn 15. apríl kl. 14 verður stutt dagskrá í tengslum við sýninguna.
Lesa meira
Mánudaginn 10. apríl opnar sýning bútasaumsklúbbsins Pjötlurnar í Safnahúsinu en klúbburinn fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Á sýningunni eru óvissuverkefni sem og verkefni sem unnin hafa verið á Suðureyri, Þingeyri, á Núpi og í Reykjanesi síðastliðin 20 ár.
Lesa meira
Safnahúsið verður lokað: Skírdag 13. apríl - Föstudaginn langa 14. apríl - Páskadag 16. apríl - Annan í páskum 17. apríl og Sumardaginn fyrsta 20. apríl. Laugardaguinn 15. apríl OPIÐ kl. 13 - 16
Lesa meiraStórkostlegar fréttir frá okkur í dag! ALLAR DVD myndir eru nú gjaldfrjálsar. Það þýðir að það kostar ekki krónu að fá lánaða DVD mynd hjá okkur og þú mátt hafa hana í heila viku! Meðfylgjandi mynd sýnir bara brotabrot af úrvalinu okkar, við eigum fyrir alla aldurshópa. Við hlökkum til að sjá ykkur.
Lesa meira
Næstu tvær vikurnar verður sýnd kvikmynd sem myndasafninu barst nýlega frá Halldóri Hermannssyni. Um er að ræða mynd sem tekin var árið 1984 sem auglýsingamynd fyrir Ísafjarðarkaupstað og hin ýmsu fyrirtæki í bænum.
Lesa meiraÁ morgun, laugardaginn 18. mars, lýkur sýningunni Verbúðarlíf sem staðið hefur frá 8. febrúar í sal Listasafnsins. Af því tilefni ætlar verðbúðarstúlkan að bjóða upp á kaffi og meðlæti en einnig verður boðið upp á að taka spor í vinarbæjarteppi Ísafjarðarbæjar og Kaufering. Húsið er opið milli 13 og 16 á laugardögum.
Lesa meira
Komið er að öðru Bókaspjallinu á Bókasafninu þetta misseri. Að vanda verða tvö erindi í boði.
Lesa meira
Fjölmargir Íslendingar kynntust verbúðalífi og verbúðaflakki um og upp úr miðri síðustu öld. Peningalyktin barst úr sjávarplássunum og þangað streymdi unga fólkið...
Lesa meira
Laugardaginn 4. febrúar kl. 14:00 hefst fyrsta Bókaspjallið á nýju ári hér á Bókasafninu. Flutt verða að vanda tvö erindi, en að auki verður boðið upp á söngatriði.
Lesa meira
Senn rennur upp þrettándinn, síðasti dagur jóla, en þann dag mun Kertasníkir halda heim til fjalla síðastur þeirra bræðra
Lesa meira