Bangsadagurinn
Bangsadagurinn hefur verið fastur liður í starfsemi Bókasafnsins Ísafirði frá árinu 1998. Í ár verður engin undantekning á því og verður hann haldinn hátíðlegur mánudaginn 29. október.
Lesa meira
Bangsadagurinn hefur verið fastur liður í starfsemi Bókasafnsins Ísafirði frá árinu 1998. Í ár verður engin undantekning á því og verður hann haldinn hátíðlegur mánudaginn 29. október.
Lesa meira
Á morgun er kvennafrí á Ísafirði líkt og á öðrum stöðum um land allt. Safnahúsið mun því loka á morgun þar sem allar konur munu hverfa frá vinnu kl. 14:55.
Lesa meiraVið vekjum athygli á því að sýning Jean í sal Listasafns Ísafjarðar hefur verið framlengd til miðvikudagsins 31. október. Við hvetjum alla til að koma og skoða þessa fallegu sýningu.
Lesa meira
Laugardaginn 27. október kl. 14:00 verður þriðja Bókaspjall ársins í Bókasafninu. Tvö erindi verða á dagskrá: Helga Aðalsteinsdóttir spjallar um bækur og Gunnvör S. Karlsdóttir verður með erindi um Guðmund biskup Arason hinn góði (1161-1237).
Lesa meira
Í tengslum við bæjarhátíðina Veturnætur hefur Bókasafnið Ísafirði undanfarin ár staðið fyrir bókamarkaði, „Grúskarar í rökkrinu“ sem hefur verið vinsæll meðal bæjarbúa. Ekki verður gerð undantekning á því þetta haust.
Lesa meira
Eins og áður hefur verið greint frá þá fékk Skjalasafnið Ísafirði styrk frá Þjóðskjalasafni Íslands til skönnunar og miðlunar á elstu félagsblöðum nokkurra ungmenna- og íþróttafélaga á norðanverðum Vestfjörðum. Ágúst G. Atlason ljósmyndari hefur unnið að þessu verkefni og nú er fyrsta blaðið aðgengilegt á vef safnsins.
Lesa meira
Laugardaginn 6. október kl. 14 bjóðum við taílenskar fjölskyldur sérstaklega velkomnar á kynningu á þjónustu bókasafnsins.
Lesa meira
Skjalasafnið og ljósmyndasafnið verða lokuð á miðvikudag, fimmtudag og föstudag 03.- 05. október
Lesa meira