Börn og ungt fólk

Barnadeildin er í vesturenda 1. hæðar. Þar má finna sögubækur, fræðibækur, hljóðbækur og kvikmyndir á DVD.

Stór og þægilegur sófi tekur á móti, þar sem hægt að sitja með börnunum og lesa í rólegheitum. Nokkurt úrval er einnig af sögubókum á öðrum tungumálum og þá einkum á pólsku. Í einu herbergi í deildinni er krókur með dýnum, sem hentar vel fyrir yngstu börnin.

Reglulega er tekið á móti hópum frá leikskólum og af og til er boðið upp á sögustundir.

Unglingar eiga sitt horn í austurenda 1. hæðar. Þar má finna skáldsögur, teiknimyndasögur og tímarit.

Bókasafnsskírteini eru ókeypis fyrir 6-17 ára, en ef skírteini glatast þarf að borga 400 kr fyrir nýtt. Útlán til barna eru ávallt á ábyrgð forráðamanns.