Bangsadagurinn

Síðan 1998 hafa bókasöfn á Norðurlöndum haldið upp á Bangsadaginn. Bangsar eru eitt vinsælasta leikfang sem framleitt hefur verið og margir eiga sinn uppáhalds bangsa. Bangsar eru einnig söguhetjar í mörgum vinsælum barnabókum.

Á Bókasafninu Ísafirði er Bangsadagurinn haldinn hátíðlegur hátíðardagur ár hvert. Börnin mæta með uppáhaldsbangsann, við lesum bangsasögur og bjóðum upp á bangsasælgæti og bangsagetraun. Auðvitað er bangsi í vinning fyrir nokkra heppna krakka!