Ljósmynd mánaðarins

 

VETRARDAGUR Á ÍSAFIRÐI UM 1913

Frú Eleonora Rasmussen (fyrir miðju), eiginkona Gustav Rasmussen lyfsala, ásamt tveimur konum fyrir fram apótekið í Hafnarstræti um 1913. Ljósm. Carl Gustav Adolf Rasmussen.

Þann 23. febrúar 1911 opnaði danski lyfsalinn Carl Gustav Adolf Rasmussen (1882–1939) apótek í húsinu að Pólgötu 1 á Ísafirði. Þar bjó hann með fjölskyldu sinni þar til þau fluttu frá Ísafirði sumarið 1920. Rasmussen var áhugamaður um ljósmyndun og tók mikið af myndum, aðallega fjölskyldumyndir en einnig umhverfismyndir sem flestar eru teknar á Ísafirði. Eiginkona Rasmussen var Eleonora Jörgine Elise Sörensen (1884–1962). Þau eignuðust 10 börn sem náðu fullorðinsárum og voru fimm þeirra fædd á Ísafirði. Á meðfylgjandi mynd má sjá Eleonoru ásamt tveimur óþekktum konum fyrir framan apótekið með barnavagn og kerru að vetri til.

Ljósmyndasafn Rasmussen er varðveitt á Ljósmyndasafninu Ísafirði en hægt er að skoða þær á vefnum www.sarpur.is




Eldri ljósmyndir mánaðarins:

  • Janúar 2022
  • Desember 2021
  • Júlí 2021
  • Júní 2021
  • Febrúar 2021
  • Janúar 2021
  • Október 2020
  • Júní 2020
  • Mars 2020
  • Janúar 2020
  • Nóvember 2019
  • Mars 2019
  • September 2019
  • Febrúar 2019
  • Janúar 2019
  • Desember 2018
  • Nóvember 2018
  • September 2018
  • Ágúst 2018
  • Júlí 2018
  • Júní 2018
  • Maí 2018
  • Apríl 2018
  • Mars 2018
  • Febrúar 2018
  • Janúar 2018
  • Desember 2017
  • Nóvember 2017
  • September 2017
  • Ágúst 2017
  • Júlí 2017
  • Júní 2017
  • Maí 2017
  • Apríl 2017
  • Mars 2017
  • Febrúar 2017
  • Janúar 2017
  • Desember 2016
  • Nóvember 2016
  • Október 2016
  • September 2016
  • Ágúst 2016
  • Júlí 2016
  • Júní 2016
  • Maí 2016
  • Apríl 2016
  • Febrúar 2016
  • Janúar 2016
  • Desember 2015
  • Nóvember 2015
  • Október 2015
  • September 2015
  • Júlí 2015
  • Júní 2015
  • Mars 2015
  • Febrúar 2015
  • Janúar 2015
  • Desember 2014
  • Nóvember 2014
  • Október 2014
  • September 2014
  • Ágúst 2014
  • Júlí 2014
  • Júní 2014
  • Maí 2014
  • Apríl 2014
  • Mars 2014
  • Febrúar 2014