Ljósmynd mánaðarins

SÉRA JÓNMUNDUR HALLDÓRSSON, PRESTUR Á STAÐ Í GRUNNAVÍK

Séra Jónmundur Halldórsson fæddist að Viggbelgsstöðum í Innri Akraneshreppi 4. júlí árið 1874. Foreldrar hans voru Halldór Jónsson og Sesselja Gísladóttir. Hann lauk stúdentsprófi árið 1896 og embættisprófi í guðfræði 1900. Var hann þá vígður aðstoðarprestur til séra Helga Árnasonar í Ólafsvík, fékk veitingu fyrir Barði í Fljótum 1902 og Mjóafjarðarþing eystra 1915. Loks var honum veittur Staður í Grunnavík árið 1918. Þar hóf hann þegar miklar byggingarframkvæmdir og fór í umfangsmiklar jarðarbætur. Í janúar 1921 varð sá hörmulegi atburður, er prestur var í messuferð vestur í Unaðsdal á Snæfjallaströnd, að hús staðarins brunnu til grunna að næturlagi. Aftur hóf Jónmundur byggingarframkvæmdir og byggði nú myndarlegt tveggja hæða steinhús, fjós og önnur gripahús. Hann rak stórt og kostamikið bú og hlaut verðlaun úr Búnaðarsjóði Norður-ísafjarðarsýslu og frá Búnaðarsambandi Vestfjarða fyrir framtak sitt og framkvæmdir.

Séra Jónmundur var forystumaður í flestum félagasamtökum sinnar sveitar á meðan hann bjó þar og starfaði, m.a. oddviti og sýslunefndarmaður Grunnavíkurhrepps til fjölda ára. Kona séra Jónmundar var Guðrún Jónsdóttir og eignuðust þau sjö börn. Hann þótti allsérstakur persónuleiki, svipmikill og stórskorinn. Hann var höfði hærri flestum mönnum og þrekinn að sama skapi, margra manna maki að hverju sem hann gekk og minnisstæður öllum þeim sem höfðu kynni af honum. Séra Jónmundur fékk lausn frá prestskap í maí 1954 og var þá elsti starfandi prestur landsins. Hann lést þann 9. júlí 1954 á Sólvangi í Hafnarfirði.

Myndin er úr safni Vigfúsar Ingvarssonar (1892–1968), líklega tekin í kringum 1940. 
Eldri ljósmyndir mánaðarins:

 • Apríl 2018
 • Mars 2018
 • Febrúar 2018
 • Janúar 2018
 • Desember 2017
 • Nóvember 2017
 • September 2017
 • Ágúst 2017
 • Júlí 2017
 • Júní 2017
 • Maí 2017
 • Apríl 2017
 • Mars 2017
 • Febrúar 2017
 • Janúar 2017
 • Desember 2016
 • Nóvember 2016
 • Október 2016
 • September 2016
 • Ágúst 2016
 • Júlí 2016
 • Júní 2016
 • Maí 2016
 • Apríl 2016
 • Febrúar 2016
 • Janúar 2016
 • Desember 2015
 • Nóvember 2015
 • Október 2015
 • September 2015
 • Júlí 2015
 • Júní 2015
 • Mars 2015
 • Febrúar 2015
 • Janúar 2015
 • Desember 2014
 • Nóvember 2014
 • Október 2014
 • September 2014
 • Ágúst 2014
 • Júlí 2014
 • Júní 2014
 • Maí 2014
 • Apríl 2014
 • Mars 2014
 • Febrúar 2014