Mars 2018

FLUGVÉL FRÁ LOFTLEIÐUM Á ÍSAFIRÐI 1946

Flugvél af gerðinni Norseman með einkennisstafina TF-RVD á legu við Aðalstræti á Ísafirði sumarið 1946. Loftleiðir keyptu vélina af flugher Bandaríkjamanna í júní 1945 og var hún notuð til farþegaflugs o.fl. en 26. júní 1946 hlekktist henni á í lendingu við Vatnagarða í Reykjavík og hvolfdi. Fjórir farþegar voru með vélinni og komust þeir ásamt flugmanninum upp á flotholt vélarinnar þaðan sem þeim var bjargað áður en vélin sökk. Ljósm. Sigurgeir B. Halldórsson.

Heimildir: Morgunblaðið 27. júní 1946, 16 og Æskan 5.-6. tbl. 1970, 307-308.