Nóvember 2017

MYND Á MILLI SÍÐNA

Þessi ljósmynd fannst á milli síðna í bók sem skilað var inn til Bókasafnsins á Ísafirði á dögunum. Eftirgrennslan leiddi í ljós að drengurinn á myndinni er Hjalti Karlsson á Ísafirði og er hann þarna í heimsókn hjá langafa sínum og langömmu á Dalvík, þeim Jóhanni Jónssyni og Önnu Júlíusdóttur.