Desember 2017

UNDIR JÓLATRÉNU

Fjögur börn undir jólatré, líklega um 1960. Nöfn þeirra eru óþekkt og eru frekari upplýsingar vel þegnar. Myndin er úr fórum Jóns Guðjónssonar sem var bæjarstjóri Ísafjarðarkaupstaðar 1943-1946 og 1951-1966. Hann var fæddur á Sæbóli á Ingjaldssand 2. október 1895 og lést 26. desember 1980. Kona hans var Kristín Kristjánsdóttir frá Suðureyri, f. 5. febrúar 1900, hún lést 23. september 1983.