Um listasafnið

Minningarsjóður um tvo vestfirska bræður er stofninn að Listasafni Ísafjarðar. Þeir voru Rögnvaldur Ágúst Ólafsson, hinn þjóðkunni húsameistari, sem dó liðlega fertugur árið 1917, og Jón Þorkell Ólafsson, trésmíðameistari og húsasmiður á Ísafirði, sem lést nærri hálfáttræður árið 1953. Sjóðurinn var dánargjöf Elínar Sigríðar Halldórsdóttur, ekkju Jóns Þorkels. Með erfðaskrá gaf hún nær allar eignir sínar til menningarmála á Ísafirði. Listasafn Ísafjarðar var stofnað hinn 12. febrúar 1963.

Fyrsta sýning á verkum safnsins var haldin sumarið 1966 í tilefni aldarafmælis bæjarstjórnar á Ísafirði.

Listaverk í eigu safnsins eru víða í opinberum byggingum í Ísafjarðarbæ.

Stjórn Listasafns Ísafjarðar skipa jafnan bæjarstjóri, bæjarfógeti og sóknarprestur á Ísafirði, svo og einn af ættingjum bræðranna.

Safnið er opið á opnunartímum safnahússins. 

Sími: 450-8228 og netfang: listasafn@isafjordur.is