Miðlun

Ljósmyndasafnið Ísafirði hefur það að markmiði að miðla safnkostinum á veraldarvefnum þannig að hann sé aðgengilegur sem flestum. Markvisst er unnið að skönnun mynda og skráningu þeirra á vefnum www.sarpur.is. Ennfremur er unnið að miðlun þeirra á öðrum vefmiðlum eins og www.youtube.com þar sem miðla má safni mynda á einfaldan og skemmtilegan hátt.