September 2017

SAMKOMUTJALD FAUK Á SÆLUHELGI 2003

Á Sæluhelgi á Suðureyri dagana 10. - 13. júlí 2003 vildi það óhapp til á föstudeginum að stórt sam­komutjald fauk ofan af gest­um á fjöl­skyldu­hátíð í Staðar­dal. Þar höfðu tæp­lega 200 gest­ir höfðu safn­ast sam­an og voru marg­ir þeirra inni í tjald­inu þegar sterk vind­hviða varð þess vald­andi að tjaldið lyft­ist upp af 60 senti­metra löng­um hæl­um sem höfðu haldið því niðri. Tjaldið sner­ist við í hviðunni og lenti á þak­inu en brotnaði ekki sam­an. Þrem­ur bíl­um hafði verið lagt við of­an­vert tjaldið og urðu und­ir því en eng­ar skemmd­ir urðu á bíl­un­um. Einn gest­ur fékk borð á fót­inn á sér og meidd­ist lít­il­lega en eng­in al­var­leg meiðsli urðu á gest­um sem létu at­vikið ekki á sig fá og reistu skjól­vegg úr tjald­inu. Skjól­vegg­ur­inn hélt það sem eft­ir lifði og dag­skrá hátíðar­inn­ar var haldið áfram fram eft­ir kvöldi.

Upphaf Sæluhelgarinnar má rekja til sumarsins 1987 þegar Ævar Einarsson stóð fyrir fyrstu marhnútaveiðikeppninni fyrir börn en keppnin felst í að veiða sem flesta mansa á klukkutíma án aðstoðar foreldra. Síðan er hver mansi vigtaður jafn óðum og geymdur í kari með sjó í. Að keppni lokinni er öllum mönsunum sleppt aftur. Fyrsta eiginlega sæluhelgin var svo haldin í júlí 1995 þegar Marhnútavinir stóðu fyrir tveggja daga hátíðarhöldum á Suðureyri í tengslum við mansakeppnina.

Myndir úr ljósmyndasafni Þorsteins J. Tómassonar

Heimildir:
Morgunblaðið 22. ágúst 1989, 40.
Morgunblaðið 1. ágúst 1995, 15.
Morgunblaðið 12. júlí 2003.