Febrúar 2015

Sjávarhamrar


Þórarinn B. Þorláksson 1867 – 1924

Þórarinn Benedikt Þorláksson  var fæddur árið 1867. Þórarinn var næstyngsta barn foreldra sinn en alls áttu þau 14 börn. Faðir Þórarins lést þegar hann  var aðeins fimm ára gamall.

Upphaflega nam Þórarinn bókband og var um skeið forstöðumaður bókbandsstofu Ísafoldar en aldamótaárið 1900 fékk hann styrk frá Alþingi til að nema listir í Kaupmannahöfn. Hann lauk málaranámi þar fyrstu Íslendinga. Þegar heim kom ferðaðist hann um landið og málaði landslag og hélt síðar sýningu á verkum sínum úr þeirri ferð. Mun sú sýning vera sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.

Þórarinn var einn þeirra sem stóðu að stofnunar Listvinafjelagsins og stóð fyrir byggingu sýningarskála þess á Skólavörðuholtinu. Hann telst einn af frumkvöðlum íslenskrar myndlistar og er þar í hópi með Ásgrími Jónssyni, Jóhannesi Kjarval og Jóni Stefánssyni.