Júlí 2018

HRAÐFRYSTIHÚS ÍSFIRÐINGS HF Í BYGGINGU

Hraðfrystihús Togarafélagsins Ísfirðings tók til starfa í lok nóvember 1957. Við það tilefni flutti Matthías Bjarnason, stjórnarformaður félagsins, ræðu þar sem hann rakti starfsemi félagsins frá því það var stofnað 1946 og tildrögin að byggingu frystihússins, sem í dag gengur undir nafninu Vestrahúsið: 
 
„Borgirnar tvær
Togarafélagið Isfirðingur hf. var stofnað 13. maí 1946 að frumkvæði bæjarstjórnar Ísafjarðar. Hluthafar auk bæjarsjóðs voru einstaklingar og félög í bænum. Félagið festi kaup á einum af hinum eldri nýsköpunartogurum. Var það togarinn Ísborg, sem kom til Ísafjarðar í maí 1948. Í ársbyrjun 1951 festi félagið svo kaup á öðrum togara, Sólborgu, og kom hann til landsins í ágústlok 1951.
 
Þáttaskil í útgerðinni
Þegar farið var að vinna togara afla í landi, karfaveiðar hófust að nýju eftir 1950 og alveg sérstaklega eftir að löndunarbannið var sett á í Englandi, urðu þáttaskil í rekstri togaraútgerðarinnar hér á landi. Siglingar togaranna með ísfisk á erlendan markað lögðust niður að mestu leyti og afla togaranna varð að leggja á land til vinnslu. Af þessu sköpuðust miklir erfiðleikar. Skreiðarverkun var hafin i stórum stíl og keypti félagið Hraðfrystistöðina hf. og kom sér upp um 170 skreiðarhjöllum. – Jafnhliða var hafin framleiðsla a saltfiski, þrátt fyrir margvíslega erfiðleika, þar sem húsakostur var ekki fyrir hendi.
 
Stórvirkt frystihús skorti 
En þetta var ekki nóg. Frystihúsakosturinn var alls ónógur til að taka við afla togaranna þann tíma ársins, sem karfinn var uppi staðan í afla togaranna. Hér við bættist, að ný og auðug karfamið fundust bæði austan og vestan Grænlands, sem gáfu mikla og fljóttekna veiði. Hraðfrystihúsin hér og í nágrenninu voru upphaflega byggð, til þess að geta hagnýtt afla vélbátaflotans, enda var hraðfrysting á togarafiski þá óþekkt. Forráðamenn Ísfirðings hf. voru því sammála um, að það yrði að bæta aðstöðu skipa félagsins með því að byggja fullkomið fiskiðjuver og koma þar fyrir allri starfsemi félagsins, þ. e. saltfisk- og skreiðarverkun, hraðfrystingu og ísframleiðslu.
 
Lóðin á hafnarbakkanum
Strax haustið 1952 var farið að undirbúa byggingu fiskiðjuversins. Var sótt um lóð til hafnarnefndar og teikningar af fyrir huguðu fiskiðjuveri gerðar af Gísla Hermannssyni, verkfræðingi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Byggingarframkvæmdir hófust svo í júlí 1952. Byrjað var á saltfiskverkunarstöðinni, vegna þess að lóð sú, sem félaginu var úthlutað á hafnarbakkanum nýja, var að mestu óuppfyllt. Ætlunin var að láta byggingu hraðfrystihússins ganga fyrir, en þess var því miður enginn kostur. Vorið 1955 var byggingu saltfiskverkunarstöðvarinnar að mestu lokið. 
 
Lán Framkvæmdabankans
Í ársbyrjun 1954 var búið að fylla upp lóð félagsins í sambandi við dýpkun Sundanna. Var þá þegar farið að vinna að því að fá fjárfestingarleyfi og lán til byggingar hraðfrystihússins. Var leitað til Framkvæmdabanka íslands um stört lán. A miðju sumri veitti Framkvæmdabankinn félaginu lán að upphæð 2,2 millj. kr., sem síðar var hækkað um 1 milljón króna, og voru byggingarframkvæmdir hafnar í júlílok 1955. Hefur síðan verið unnið óslitið að byggingu hraðfrystihússins, en skortur á lánsfé hefur jafnan verið mikill og það óneitanlega tafið nokkuð fyrir framkvæmdum.“
 
Heimild: Morgunblaðið 4. desember 1957, 13.