Skjalaskrár

Gagnaskrá skjalasafnsins er skráð í aðfangabækur og hefur aðeins verið tölvufærð að hluta. Aðfangabækur eru í vörslu skjalavarða og leita þeir eftir þeim skjölum sem óskað er eftir. Í ársbyrjun 2014 eru færslur í aðfangabækur um 5800 talsins. Skrár sem búið er tölvufær má finna hér á vefnum á pdf formi og skiptast í tvo hluta, annars vegar opinber skjöl og hins vegar einkaskjöl. Opinberu skjölin eru skjöl frá Ísafjarðarbæ og að nokkru leyti frá Súðavíkurhreppi og Hólmavíkurhreppi, einnig skjöl frá sýslunefnd og byggðasamlögum. Einkaskjölin koma frá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum.