Desember 2015

JÓL Á SJÚKRAHÚSINU Á ÍSAFIRÐI UM 1960

Ekki geta allir verið heima á jólunum eins og þessi mynd sýnir. Drengurinn virðist þó nokkuð sáttur við örlög sín enda hefur eflaust allt verið gert til að gera sjúkrahúsvist hans sem bærilegasta yfir hátíðarnar. Myndin er úr fórum Katrínar Pétursdóttur (f. 1940, d. 2005), frá Engidal, og er hluti myndaraðar sem tekin var af starfsfólki og sjúklingum á jólum í kringum 1960.