Maí 2018

RÚTA DREGIN UPP ÚR Á

Myndin sýnir fólk á ferðalagi sem reynir, með aðstoð fólksbíls,að losa rútu sem er föst úti í á. líklega um 1935. Ekki er vitað hvar myndin er tekin, hvaða fólk er þarna á ferðinni eða á vegum hvers rútan er. Myndina tók Gunnar Guðmundsson (1913–1959), kenndur við Björnsbúð á Ísafirði. Verslunin var stofnsett árið 1904 af Birni Guðmundssyni, gullsmið á Ísafirði, og ráku afkomendur hans verslunina til ársins 1997 þegar henni var lokað. Gunnar vann við verslun föður síns, Guðmundar Björnssonar, frá því hann var barn að aldri og var í mörg ár verzlunarstjóri hennar eða þar til fyrri hluta árs 1958 að hann lét af störfum. Gunnar eignaðist snemma myndavél og var duglegur að taka myndir í sínu nærumhverfi. Er filmusafn hans varðveitt á Ljósmyndasafninu Ísafirði.